A A A

Valmynd

Fréttir

Dans á Hamingjudögum

| 19. júní 2013
Magadans er dans frá Mið-Austurlöndum og er aðallega dansaður af konum. Margrét byrjaði að dansa magadans samkvæmt læknisráði til að vinna bug á bakverkjum. Magadans hentar öllum konum og sérstaklega þeim sem vilja styrkja og liðka bak og bol.

Margir rugla Bollywood og magadansi saman, en Bollywood kemur mun lengra austan að. Bollywood eru indverskir kvikmyndadansar þar sem gleði og litadýrð er í hámarki. Bollywood er mjög vinsælt um heim allan í kjölfar dansatriða úr So You Think You Can Dance.
Beyoncé-danstíminn byggir á alls kyns stílum sem söngdívan hefur tileinkað sér og kenndir verða tveir mismunandi dansar á annars vegar unglinganámskeiðinu og svo hinu námskeiðinu.

Námskeiðin miða við algjöra byrjendur og henta fólki af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldri. Það þarf ekki að sýna á sér magann í magadans- eða Bollywood. Best er að vera í þægilegum fötum í danstímunum, berfættur í Bollywood og magadansi, og í þægilegum strigaskóm eða hælaskóm sem henta vel til dans í Beyoncétímanum. Hver tími er klukkutími.

Danstímarnir fara fram í Félagsheimilinu fimmtudaginn 27. júní og er dagskráin sem hér segir:
Kl. 15:00 Barna-Bollywood
Kl. 16:00 Unglinga-Beyoncé
Kl. 17:15 Magadans allur aldur
Kl. 18:30 Bollywood allur aldur
Kl. 19:45 Beyoncé allur aldur

Og allt er þetta í boði HSS og Strandabyggðar til að auka hamingju þína!

Verkalýðsfélag Vestfjarða styrkir Hamingjudaga

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. júní 2013
Fleiri góðir aðilar hafa ákveðið að styrkja okkur. Þeir sem bætast í sarpinn að þessu sinni er Verkalýðsfélag Vestfjarða. Styrkupphæðin nemur kr. 25.000.- og fer að sjálfsögðu beint í að gera hátíðina betri og betri og betri. Innilegar þakkir!

Sjóvá styrkir Hamingjudaga í ár

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. júní 2013
Enn bætast við góðir styrktaraðilar Hamingjudaga á Hólmavík. Fyrirtækið sem bætist í sarpinn að þessu sinni er tryggingafélagið Sjóvá, en það rekur útibú á Hólmavík í samvinnu við Sparisjóð Strandamanna. Styrkupphæðin nemur kr. 30.000.- og fer að sjálfsögðu beint í að gera hátíðina betri og betri og betri. Innilegar þakkir!

Hamingjutónar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. júní 2013
Eins og venjulega eru öll framlög heimamanna til skemmtidagskrár Hamingjudaga sérstaklega vel þegin. Ýmis tækifæri eru til að koma fram, en sérstaklega ber þó að nefna Hamingjutóna sem fara fram laugardagskvöldið 29. júní. 

Þeir sem vilja vera með atriði eru hvattir til að láta vita af því sem allra fyrst í síma 865-3838 Salbjörg  849-8620 Esther eða á netfangið skrifstofa@strandabyggd.is eða tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Markaður á Hamingjudögum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 17. júní 2013
Eins og undanfarin ár býðst áhugasömum aðilum að selja varning á sölubásum á Hamingjudögum laugardaginn 29. júní frá kl. 13:00-17:00. Hverjum bás fylgir eitt borð og aðgangur að aukaborði og rafmagni ef með þarf.  


Nú þegar hafa nokkrir aðilar skráð sig með sölubás en söluaðilar á Ströndum eru eindregið hvattir til að láta vita af sér tímanlega. Tekið er við skráningum á sölubása til mánudagsins 24. júní. Vinsamlegast látið vita sem allra fyrst í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í s. 865-3838 Salbjörg eða 849-8620 Esther Ösp.

Kassabílasmiðja

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. júní 2013
Eftir nokkura ára hlé verður að nýju boðið upp á kassabílasmiðju í vikunni fyrir Hamingjudaga.  Umsjónarmenn að þessu sinni eru Valli og Hlynur og verður smiðjan staðsett að Kópnesbraut 7 milli kl. 15 og 18 frá þriðjudegi 25. júní - fimmtudagsins  27. júní.
Þangað mega tilvonandi rallarar mæta með efni í nýjan bíl eða gamla bíla sem þurfa viðgerðar við og fá aðstoð.  Ekki er reiknað með að smiðjan skaffi spýtur eða hjól en ef einhver á hjól eða annað efni sem hentar í kassabílagerð má endilega koma því til smiðjustjóra.

Opið hús

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. júní 2013
Hamingjudagar leita eftir húsráðendum til að bjóða heim gestum á Hamingjudögum.  Hugmyndin er að auglýsa opið hús hjá þeim sem gefa kost á því, í ákveðinn tíma laugardaginn 29. júní.  
Áhugasamir gestgjafar mega senda tölvupóst á tomstundafulltrui@strandabyggd.is, skrifstofa@strandabyggd.is eða hringja í síma 451-3510 til að fá nánari upplýsingar.

Auglýst eftir tilnefningum til Menningarverðlauna

| 28. maí 2013
Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar, en þau verða veitt á Hamingjudögum. Þetta er í fjórða skiptið sem verðlaunin og verðlaunagripurinn Lóan verða veitt, en áður hafa Grunnskólinn á Hólmavík, Þjóðfræðistofa á Ströndum og Einar Hákonarson listamaður hlotið þau.

Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári.

Tilnefningum má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið skrifstofa@strandabyggd.is til miðnættis föstudaginn 21. júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.

Auglýst eftir tilnefningum til Menningarverðlauna

| 28. maí 2013
Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar, en þau verða veitt á Hamingjudögum. Þetta er í fjórða skiptið sem verðlaunin og verðlaunagripurinn Lóan verða veitt, en áður hafa Grunnskólinn á Hólmavík, Þjóðfræðistofa á Ströndum og Einar Hákonarson listamaður hlotið þau.

Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári.

Tilnefningum má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið skrifstofa@strandabyggd.is til miðnættis föstudaginn 21. júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.

Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt á Hamingjudögum

| 03. apríl 2013
Leikhópurinn Lotta hefur mætt á Hamingjudaga undanfarin tvö ár og sýnt fyrir mikinn mannfjölda á hátíðinni á Klifstúni - í blíðskaparveðri. Þessu góða samstarfi Hamingjudaga og leikhópsins verður áframhaldið í sumar (í sama góða veðrinu), en þá kemur Lottugengið með nýtt leikrit og sýnir það á Klifstúni kl. 14:00 laugardaginn 29. júní. Leikrit sumarsins heitir Gilitrutt og inn í það blandast ævintýrin Búkolla og Geiturnar þrjár. Það verður því sannkölluð tröllskessustemmning á Klifstúni í sumar! Ókeypis verður inn á sýninguna fyrir alla gesti Hamingjudaga.


Hér er Facebook-síða Leikhópsins Lottu - endilega "lækið" við hana og fylgist með afrekum þeirra í sumar!

Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón