A A A

Valmynd

Fréttir

Laugardagur í hamingju

| 25. júní 2021
Við tökum laugardeginum tiltöllega rólega framan af, enda var spáin okkur ekki hliðholl. Það á þó að lægja þegar líður á daginn og um kvöldið ætti veðrið að vera orðið notalegt.

Samkomutakmarkanir eru í það minnsta ekki lengur í gildi og því ber að fagna!

Klukkan 11 sýnir Leikhópurinn Lotta pínuLitlu gulu hænuna í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.

Frá 11:30 til 14 er opið hús í Hólmadrangi, gengið er inn bakatil og gestum og gangandi boðið upp á dýrindis sjávarréttarsúpu.

Klukkan 14 opnar sýning um förufólk og flakka á Sævangi. Dagrún Jónsdóttir og Jón Jónsson segja frá efni sýningarinnar og stórglæsilegt kaffihlaðborð verður á boðstólnum til klukkan 18.

Klukkan 17 flytja Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg dagskrá um Stein Steinarr í Steinshúsi og er aðgangur ókeypis.

Á sama tíma leggja hamingjuhlauparar af stað úr Þorskafirði og hlaupa yfir Kollabúðarheiði og alla leið til Hólmavíkur. Það er velkomið að koma inn í hlaupið hvenær sem er og hlaupa þá vegalengd sem hverjum og einum hentar.

Skútan Birillo verður opin gestum og gangandi við Hólmavíkurhöfn milli kl. 19 og 22 og þar býður skipstjórinn, að eigin sögn, upp á heimsins bestu fiskisúpu.

BarSvar hefst á Kaffi Galdri kl. 20 og að því loknu, nánar tiltekið kl. 22 hefst brekkusöngur á Toggatúni, neðan við heilsugæsluna. Kristján stýrir brekkusöngnum eins og svo oft áður en nú verður tekið á móti hlaupurunum í miðjum brekkusöng. Hlaupagarparnir eru væntanlegir í mark kl 22:30 og fá þá vonandi kröftugar móttökur með söng, gleði og veitingum.




Föstudagur

| 25. júní 2021
Vorvindar hafa boðað komu sína á Hamingjudaga og hafa einhver áhrif á atburði dagsins.

Það viðraði þó vel á grillhátíð leikskólans Lækjarbrekku í morgun þar sem fjöldi fólks koma saman og skemmti sér vel. 

Nú klukkan 16 verða frumsýndar stuttmyndir sem ungmenni í Strandabyggð hafa unnið að á námskeiði sem haldið var á vegum félagsmiðstöðvarinnar Ozon og Leikfélags Hólmavíkur síðastliðna viku undir handleiðslu kvikmyndagerðarfólks frá 0303films. Frumsýning fer fram í félagsmiðstöðinni Ozon sem staðsett er í félagsheimilinu.

Klukkan 17 verður svo formleg setning Hamingjudaga í Hnyðju. Það verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, afhent og Svavar Knútur tekur nokkur vel valin lög. Um leið opnar Rut Bjarnadóttir stórglæsilega listsýningu.

Um kl 17:30 mæta bifhjólasamtökin ToyRun framan við Hnyðju, sýna okkur hjólin sín og spjalla við gesti og gangandi um starfsemi Pieta samtakanna.

Í kvöld er svo hlaðborð á Café Riis og opið frameftir kvöldi.

Til hamingu og góða skemmtun!


Ný veđurvarin dagskrá

| 25. júní 2021
Dagskrá hamingjudaga hefur verið uppfærð og endurbætt vegna veðurspár. Við sjáumst með sól í hjarta, inni og úti eftir því sem veður og vindar leyfa. Dagksrána má nálgast hér. 

The program in English is available here.

Hamingjusókir

Grćnir Hamingjudagar

| 24. júní 2021
Við skiptum okkur upp í bláa, rauða, gula og appelsínugula hverfið en öll erum við græn.

Um helgina vinnum við saman að áframhaldandi hamingjuríku samfélagi með því að leggja okkar mörkum í að minnka rusl.

Við sem mögulega getum komum með eigin fjölnota áhöld í grillveilsuna í garðpartý Ozon á fimmtudag og á hnallþóruhlaðborðið á laugardag.

Dagskrám verður ekki dreift í hús en hanga uppi á víð og dreif ásamt því að vera aðgengilegar á samfélagsmiðlum og heimasíðu. Jafnframt liggja nokkur eintök frammi á fjölförnum stöðum.

Í brekkusöngnum getur fólk flétt upp textum í eigin síma, horft yfir öxlina hjá næsta manni eða bara sungið með eigin nefi.

Hamingjudagar hefjast

| 24. júní 2021
Við getum ekki á okkur setið og byrjum að fagna hamingjunni strax í dag!

Kl 17 hefst kubbmót HSS og Geislans við ærlsabelginn á tjaldsvæðinu og jafnframt Garðpartý Ozon sem stendur til kl 19.

Þau sem vilja keppa skrá sig á staðnum og þau sem vilja grilla koma með mat og áhöld fyrir sig og sína. Við sjáum um grillið og tónlstina. Öll velkomin, hvort sem þið eruð í Ozon eður ei, munið bara eftir gleðinni. 

Kl 20 standa Kómedíuleikhúsið og Ljóðasetur Íslands svo fyrir dagskrá um Stein Steinarr í Steinshúsi við Djúp.

Sjáumst kát og hress

Sýningaropnun á Sćvangi

| 23. júní 2021
Gvendur dúllari
Gvendur dúllari
Á sunnudag kl. 15 opnar sýningin Förufólk og flakkarar, á Sauðfjársetrinu í Sævangi.

Sýningin segir frá förufólki sem flakkaði um Ísland fyrr á öldum. Þetta var fjölbreyttur og umtalaður hópur og oft líkari þjóðtrúarverum en manneskjum í sögum.

Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson standa að sýningunni og munu segja frá gerð hennar.

Kaffihlaðborð verður á boðstólnum í Sævangi á milli kl. 15-18.

Sýning Rutar Bjarnadóttir í Hnyđju

| 21. júní 2021

Ný sýning Rutar Bjarnadóttir verður opnuð í Hnyðju í tilefni Haminjgudaga

Rut Bjarnadottir er fædd og uppalin á Hólmavík. Hún býr og starfar í Malmö, Svíþjóð.

Rut vinnur með mismunandi tækni, en alltaf út frá áferð og yfirborði.

Rut útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, textíldeild árið 1987.

Þetta er fyrsta einkasýning Rutar á Íslandi og Hólmavík varð fyrir valinu.

Einkasýningar í úrvali: Íslenska Menningarhúsið (Jónshús), Kaupmannahöfn (DK), Sjöbo Konsthall (SE), Galleri Orås (SE), Galleri Vollsjö o Café (SE). Samsýningar í úrvali: Malmö Open Studios, ADDO, Malmö (SE), Landsbankinn, Reykjavík (IS), Lista- og arkitektúrháskólinn, Helsinki (FI). Skånes konsförening, Höstsalongen, Malmö (SE). 

Nánari upplýsingar um Rut og verk hennar er að finna á heimasíðu hennar rut.se

Sýningin opnar við setningu hátíðarinnar föstudaginn 25. júní kl. 17:00

Sjáumst bráđum

| 18. júní 2021
Dagskrá Hamingjudaga er óðum að taka á sig mynd og verður birt á vefnum síðar í dag.
Það verður kubbmót, garðpartý, listsýing hjá Rut Bjarnadóttur, dagskrá um Stein Steinarr, opin "hús", sjávarréttasúpa, vatnaleikir og messa svo fátt eitt sé nefnt.
Hlökkum ti að sjá ykkur

Vestfirsku skáldin í Steinshúsi

| 16. júní 2021
Elfar Logi og Ţórarinn
Elfar Logi og Ţórarinn
Fimmtudaginn 24. júní kl 20:00 verða bræðurnir Þórarinn og Elfar Logi Hannessynir í Steinshúsi. Þar fjalla þeir um vestfirsku skáldin Stein Steinarr og Stefán frá Hvítadal í tali og tónum. Þórarinn mun flytja frumsamin lög við ljóð skáldanna og sagt verður frá ævi þessara einstöku skálda.

Leikhópurinn Lotta á Hamingjudögum

| 15. júní 2021
Pínulitla gula hænan - Söngvasyrpa

Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn til okkar á Hamingjudögum , 26. júní kl 11,  með ævintýralegt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Sýningin er í boði Strandabyggðar og geta áhorfendur því notið sér að kostnaðarlausu.

Það verður aðeins annar bragur á Lottu í sumar, sökum Covid gátu þau ekki búið til glænýjan íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega, þau hafa þó ekki setið auðum höndum og koma nú til okkar með frábæra söngvasyrpu stútfulla af sprelli og fjöri fyrir allan aldur. 

Í sumar ferðast Leikhópurinn Lotta um landið með skemmtilegt atriði unnið uppúr Litlu gulu hænunni sem þau sýndu árið 2015. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 25 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, frábærum húmor að hætti Lottu og góðum lögum. Sjáumst vonandi sem flest á Pínulitlu gulu hænunni.

Sýningin fer fram á túninu við hlið Braggans laugardaginn 26. júní kl 11
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Lagt af stađ niđur í Hvalsárdal.

(Ljósm. og © Gunnlaugur Júlíusson)
Vefumsjón