Hamingjudiskur á Café Riis
Draugadagur á Galdrasýningunni
Á laugardaginn kl 15 hefst draugadagur á Galdrasýningunni á Hólmavík. Galdramaðurinn góðkunni mun án efa kveða niður draug eins og honum einum er lagið. Þessi sami Galdramaður mun bjóða gesti Hamingjudaga velkomna á sérstakri setningarathöfn hamingjudaga sem hefst kl 23:15 á föstudagskvld við Galdrasýninguna.
Gestir Hamingjudaga eru hvattir til að sækja Galdrasýninguna heim um helgina, en þar verður meðal annars hægt að taka þátt í ratleik sem berst víðs vegar um Hólmavík. Á Kaffi galdri sem nýlega var opnað í veitingatjaldi við Galdrasýninguna er boðið upp á gómsætar veitingar, þar á meðal kraftmikla kjötsúpu sem enginn verður svikinn af.
"Hver á sér fegra föđurland" vel fagnađ
Vel mćtt á Vestfjarđavíkinginn
Ljósmyndasýning Listaháskóla unga fólksins
Handverkssýning eldri borgara
Bjarni Ómar og Stebbi spila á Café Riis
Á föstudagskvöldið verður dansleikur með Bjarna og Stefáni og kostar kr 1200 inn. Á laugardagskvöldið leika þeir einnig fyrir gesti Café Riis en þá er frítt inn.
Veitingastaðurinn Café Riis lætur ekki sitt eftir liggja varðandi Hamingjudaga og þar verður meðal annars hægt að panta sérstakan Hamingjudisk af matseðli í allt sumar. Þá verður grillveilsa á laugardagskvöldið, þar sem menn fá lambakjöt á diskinn sinn og gómsætt meðlæti með.
Brynjólfur býđur upp á bowen, lífheilun og dáleiđslu
Brynjólfur Einarsson er fæddur 20.júní 1965.
Hann er með meðferðarstofu í Háholti 14 í Mosfellsbæ.
Brynjólfur hefur áralanga reynslu í meðferð með Japönsku Shiatsu nuddi (þrýstipunktanuddi.)
24 Janúar 2008 útskrifaðist hann sem Bowen Tæknir.
Árið 2005 hóf hann nám í Cranio Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og er kominn á 4. stig í því.
Brynjólfur lærði einnig reiki árið 1997 og hefur þar meistaragráðu frá því árið 1999.
Brynjólfur er einnig í transmiðilsþjálfun og hefur verið í transtilraunahóp síðan 1997.