Hamingjutónar 2014
Að þessu sinni verður Sunneva Guðrún Þórðardóttir kynnir á Hamingjutónum. Dagskráin hefst með því að Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitastýra, flytur okkur hamingjuhugvekju. Sólrún Ósk Pálsdóttir tekur því næst fyrir okkur lagið. Strax í kjölfarið verða veitt verðlaun í Hamingjugetrauninni sem fram fer í Upplýsingamiðstöðinni. Því næst veitir fráfarandi Umhverfisnefnd í fyrsta skipti sérstök umbótaverðlaun til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa bætt umhverfi sitt sérstaklega síðastliðið ár. Að þessu loknu mun Geiri galdrakarl sýna okkur fjölmargt undarlegt sem ekki nokkur skilur. Að því loknu kynnir tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd hver hefur hlotið Lóuna, Menningarverðlaun Strandabyggðar.
Því næst stíga sigurverarar SamVest söngkeppninnar á stokk og taka nokkur lög. Strax að því loknu verða veitt Hnallþóruverðlaun fyrir hamingjusömustu, fallegustu og girnilegustu kökuna. Eins og vanalegt er koma hamingjuhlauparar heim um leið og kökurnar eru klárar og fær Stefán Gíslason fyrstu sneiðina eftir 37 kílómetra hlaup, hvorki meira né minna. Eftir að allir hafa fengið sér af borðinu og eru farnir að njóta dýrindis veislunnar hertekur hljómsveitin Rythmatik sviðið og lýkur dagskránni.
Það er því unga fólkið sem ræður ríkjum á Hamingjutónum í ár enda fátt sem gerir okkur hamingjusamari en ótrúlegir hæfileikar og dugnaður unga fólksins okkar.
Það sem gerir okkur hamingjusöm
Hamingjusamir íbúar Strandabyggðar munu sýna eitthvað af því sem gerir þá hamingjusama með fjölbreyttum hætti, segja frá, svara spurningum en þátttakendur sýningarinnar verða viðstaddir opnunina....
Meira
Styrktaraðilar Hamingjudaga 2014
Strandafrakt og Fiskmarkaðurinn á Hólmavík styrkja síðan hátíðina með láni á búnaði og húsnæði. Við þökkum kærlega veittan stuðning.
Hamingjudagar óska stoltum styrktaraðilum til hamingju með sitt framlag.
Íþróttir á Hamingjudögum
Meira
Rythmatik á Hamingjudögum
Meðlimir hljómsveitarinnar eru vestfirsku strákarnir Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Eggert Nielson Pétur Óli Þorvaldsson og Valgeir Skorri Vernharðsson. Meðal áhrifavalda Rythmatik eru The Smiths, Death Cab For Cutie, Arctic Monkeys oog Foo Fighters. Tóndæmi með Rythmatik má finna hér.
Rythmatik slær botninn í Hamingjutóna á útisviðinu á laugardaginn auk þess að spila á unglingatónleikum í Félagsheimilinu á laugardaginn kl. 20:30
Ólympíudagur ÍSÍ - breytt tímasetning!
ÍSÍ heldur upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn í Íþróttamiðstöðinni á Hamingjudögum á Hólmavík 25. júní kl. 12:00
Ragna Ingólfsdóttir mun koma í heimsókn og fjalla stuttlega um þátttöku sína í íþróttum og hvað hún hefur gert til að komast tvisvar á Ólympíuleikanna. Einnig verður stutt kynning um Ólympíuleika og fyrir hvað þeir standa. Ólympíukyndill verður með í eins og sá sem var notaður á ÓL í London 2012. Hlaupið verður kyndilhlaup og farið í nokkrar þrautir.
Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er haldinn í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóða Ólympíunefndin stofnuð. Alþjóðlegi Ólympíudagurinn er orðinn einn af lykilviðburðum Alþjóða Ólympíunefndarinnar (IOC). Heildarfjöldi þátttakenda hefur verið um fjórar milljónir og hafa um 150 þjóðir tekið þátt.
...Meira
Kassabílasmiðja í Áhaldahúsinu
Miðvikudag og fimmtudag í aðdraganda Hamingjudaga varður kassabílasmiðja í Áhaldahúsinu á Skeiði. Smiðjan verður starfrækt milli klukkan 14 og 16 báða dagana og býður upp á kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að vinna saman og skapa sér sinn eigin draumabíl. Sem flestir eru hvattir til að mæta og nýta sér snilligáfu starfsmanna Áhaldahússins við vinnu sína og komast þannig skrefi nær því að vinna til verðlauna fyrir frumlegasta eða hraðskreiðasta kassabílinn í rallýinu á laugardag.
Að gefnu tilefni skal taka fram smiðir og hönnuðir þurfa að koma með eigin efnivið í bílana, einkum hjól. Eins skal tekið fram að engin gæsla er á svæðinu enda er þetta hugsað sem samverustund fyrir fjölskylduna.
Kassabílasmiðja í Áhaldahúsinu, miðvikudag og fimmtudag kl. 14-16
Furðuleikar á Ströndum
Meira
Hamingjumót GHÓ
Golfklúbbur Hólmavíkur heldur golfmót sunnudaginn 29.júní kl. 12.00
Fram fer 18 holu punktakeppni ásamt fleiri verðlaunum.
Skráning er á staðnum eða á golf.is. Þá er einnig hægt að hafa samband við Sverri í síma 821-6326.
Mótsgjald er 3000 kr.