Atvinnuauglýsing

Leikskólinn Lækjarbrekka | 03. júní 2013

Laus störf við Leikskólann Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum til starfa. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfskröftum sem hafa gaman af vinnu með börnum, búa yfir góðri samskiptahæfni og hafa ríka þjónustulund. Einnig er skipulagshæfni og jákvæðni mikilvægur kostur. Starfsmenn þurfa að geta hafið störf mánudaginn 29.júlí, þegar leikskólinn hefur starfssemi sína aftur að sumarleyfi loknu.


Nánari starfslýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu leikskólastjóra eða í síma 451 3411. Einnig er hægt að senda tölvupóst á leikskólastjóra í netfangið leikskolastjori@holmavik.is. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3 eða til leikskólastjóra, ásamt ferilskrá og meðmælendum fyrir kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 21. júní 2013. Þeir sem eiga eldri umsóknir um störf á leikskólanum Lækjarbrekku eru beðnir um að endurnýja umsóknir sínar. Leikskólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum standist þær ekki kröfur.

Vorsýning 2013

Leikskólinn Lækjarbrekka | 28. maí 2013
Alltaf gaman í Listakoti
Alltaf gaman í Listakoti
Nú hefur Vorsýningin okkar verið sett upp í Íþróttamiðstöðinni. Þar sem mörg börn hafa verið, og eru ennþá veik, verður ekki formleg opnunarhátíð þetta árið. Gestabókin er á sínum stað og viljum við biðja gesti um að skrifa í gestabókina okkar. 

Sveitaferðin

Leikskólinn Lækjarbrekka | 24. maí 2013
Þessi litlu lömb eru svo sæt.
Þessi litlu lömb eru svo sæt.
« 1 af 4 »
Fimmtudag og föstudag í þessari viku höfum við farið í heimsókn til Siggu og Ragga á Heydalsá, og fengið að kíkja í fjárhúsin.  Þar höfum við fengið að skoða okkur um og leika okkur .  Okkur hefur líka alltaf verið boðið upp á kökur og djús, og finnst það nú ekki verra.Við þökkum kærlega fyrir höfðinglegar móttökur og erum strax farin að hlakka til næsta árs.

Sveitaferð

Leikskólinn Lækjarbrekka | 21. maí 2013
Á fimmtudag og föstudag næstkomandi munum við skella okkur í árlega heimsókn til Siggu og Ragga á Heydalsá.
Upplýsingar um hverjir fara hvorn daginn eru á auglýsingatölfu í leikskólanum.
kv. Hlíf

Breytingar á Lækjarbrekku.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 30. apríl 2013
Núna er Alma komin í veikindaleyfi og fer svo í fæðingarorlof.  Hún hefur því látið af störfum í bili.
Hlíf leysir hana af, þangað til búið er að ganga frá ráðningu leikskólastjóra. 

Íris Lilja 1árs

Leikskólinn Lækjarbrekka | 30. apríl 2013
Innilega til hamingju með afmælið Íris Lilja
Innilega til hamingju með afmælið Íris Lilja
Afmælisstelpa
Hún Íris Lilja varð 1.árs í dag. 
Hún fékk afmæliskórónu og við sungum fyrir hana afmælissöng. 

Íris Arnars 2 ára

Leikskólinn Lækjarbrekka | 27. apríl 2013
Íris Arnars er orðin tveggja ára. Hún fékk afmæliskórónu og var sunginn fyrir hana afmælissöngurinn. Innilega til hamingju með afmælið Íris!

Þorsteinn Dagur 4 ára

Leikskólinn Lækjarbrekka | 27. apríl 2013
Þorsteinn Dagur er orðin fjögurra ára. Hann fékk afmæliskórónu og var sunginn fyrir hann afmælissöngurinn. Innilega til hamingju með afmælið Þorsteinn Dagur!

Viðhorfskönnunin komin á heimasíðuna

Leikskólinn Lækjarbrekka | 23. apríl 2013
Viðhorfskönnunin sem gerð var meðal foreldra barna á Lækjarbrekku í mars síðastliðnum er nú aðgengileg hér á heimasíðunni. Hægt er að finna hana undir síðunni, Leikskólinn okkar. Einnig er hægt að sjá þar eldri viðhorfskönnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna í mars 2009. 
Við viljum þakka foreldrum kærlega fyrir þátttökuna.  

Friður og ró

Leikskólinn Lækjarbrekka | 19. apríl 2013
Það er stundum gott að geta slakað svolítið á í erli dagsins. :)
Eldri færslur
Vefumsjón