A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð, nr. 1363, 11.6.24

 

Sveitarstjórnarfundur 1363 í Strandabyggð 

Sveitarstjórnarfundur nr. 1363 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 11. júní kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson oddviti, Jón Sigmundsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir.  Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Lántaka vegna framkvæmda ársins hjá Lánasjóði sveitarfélaga
  2. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023 – drög
  3. Ársreikningur Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks 2023 - drög
  4. Fundargerð Tómstunda, íþrótta- og menningarnefndar frá 4. júní 2024
  5. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 6. júní 2024
  6. Fundargerð Fræðslunefndar frá 6. júní 2024
  7. Fundargerð Atvinnu, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 6. júní 2024
  8. Fundargerð Velferðarnefndar frá 5. júní 2024
  9. Tilnefning fulltrúa og varafulltrúa í kjörnefnd Fjórðungssamband Vestfirðinga
  10. Samningur við Ásgarð, undirritaður
  11. Bréf frá Ingibjörgu Sigurðardóttur vegna félagsstarfs aldraðra
  12. Reglur/viðmið varðandi birtingu efnis á heimasíðu Strandabyggðar
  13. Erindi frá Jóni Jónssyni varðandi fyrirhugaða undirskriftasöfnun í sveitarfélaginu
  14. Erindi frá undirbúningshópi fjölskylduhátíðarinnar Sameinumst á Ströndum
  15. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
  16. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2024 – „Hvítbók í málefnum innflytjenda“
  17. Samband íslenskra sveitarfélaga – Fundargerðir vegna funda nr. 462 og 463 hjá stjórn Hafnarsambands Íslands.

Oddviti bauð alla velkomna. 

Spurt um athugasemdir við fundarboðun. Engar athugasemdir voru gerðar.

Oddviti tilkynnti því næst um afbrigði, sem er beiðni Jóns Sigmundssonar um lausn frá störfum fyrir sveitarfélagið.  Afbrigðið yrði þá nr. 18 Í dagskrá.  Oddviti óskaði efir samþykki fundarins.  Samþykkt samhljóða.

Oddviti kom með tillögu að afbrigði sem væri umræða um júlífund sveitarstjórnar.  Það afbrigði er þá nr 19 i dagskrá.  Samþykkt samhljóða.

Þá var gengið til umræðu.

  1. Lántaka vegna framkvæmda ársins hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Oddviti fór yfir forsendur lántöku sveitarfélagsins og las því næst staðfestingu sveitarstjórnar þeirrar ákvörðunar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:.

„Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi 1363 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 85.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöð sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, kt. 100463-5989 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns“.

Oddviti gaf orðið laust. 

Hlíf benti á að í viðauka hefði ekki verið rætt um kostnað við leikskóla og íþróttamiðstöð.  Oddviti benti á að hér væri í raun verið að eiga borð fyrr báru hvað aðrar framkvæmdir varðar.  Matthías tók til máls og sagði þetta í samræmi við fyrri umræðu og að erfitt sé að sjá kostnað svona framkvæmda fyrir.

Oddviti benti á að stundum þyrfti að klára verkefni þegar verktakar eru lausir.  Matthías tók undir þetta og segir það skynsamlegt að reyna að ljúka sem flestum verkþáttum.

Lántakan samþykkt samhljóða.

 

  1. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023 – drög

Orðið gefið laust.  Ársreikningurinn er lagður fam til kynningar.

 

  1. Ársreikningur Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks 2023 – drög

Orðið gefið laust.  Hlíf spyr hvenær þessu máli ljúki.  Matthías kallar eftir upplýsingum frá oddvita, sem segist ekki geta svarað þessu nákvæmlega, en að vinna sé í gangi.  Jón tekur undir þetta og kallar eftir lokum þessa máls. Umræða spanst einnig um það hvort rétt sé að eiga kennitöluna ef núverandi samstarf Velferðarþjónustu Vestfirðinga gengi ekki. Matthías talaði um þá skuld sem virðist vera í lok starfseminnar og að sú skuld lendi á sveitarfélögunum.

Ársreikningurinn er lagður fam til kynningar.

 

  1. Fundargerð Tómstunda, íþrótta- og menningarnefndar frá 4. júní 2024

Oddviti gaf formanni TÍM nefndar orðið.  Formaður rakti efni fundarins og sagði frá því að menningarverðlaun verði afhent 17. júní.  Búið er að ráða í sumarstörf og unglingavinnu.  Sumarnámskeið eru komin af stað og standa í þrjár vikur.  Seinni tvær vikurnar verða námskeiðin aldursskipt.  Rætt var um það sem er í gangi í sveitarfélaginu fyrir unga fólkið.  Nefndin ræddi starfslýsingu íþrótta- og tómstundafulltrúa og telur rétt að skoða breytingar þar á.  Rætt var um fjöldi nefndarfunda.  Eins var umræða um erindisbréf nefndarinnar og frisbý-golf.

Formaður nefndi að nefndin vildi skoða fjölda funda í ljósi umfangs verkefna.  Hlíf nefndi sumarnámskeiðin og hverng haldið sé utan um námskeiðin t.d. í samanburði við Reykhóla.  Rætt var um hugsanlegt samstarf og samnýtingu. 

Matthías tók til máls og ræddi umræðu nefndarinnar um hugsanlegan aðskilnað starfs tómstundafulltrúa og forstöðumanns íþróttamiðstöðvar.  Telur Matthías rétt að ræða þetta.  Einnig lýsti Matthías ánægju sinni með frisbý – golf en taldi að rétt að staðsetning væri rædd í stærri hópi og þar með t.d. innan US nefndar.  Formaður vísaði í tillögur US nefndar sem eru samhljóma þeim tillögum sem nú liggja fyrir um staðsetningu.  Verður málið rætt á borði sveitarstjórnar þegar hönnun hefur átt sér stað.  Matthías þakkar víðfema fundargerð og telur nefndina virka.  Jón tók til máls og lagði til að koma hönnuðar væri tímasett þannig að Byggingarfulltrúi gæti hitt viðkomandi. Oddviti tók undir það.

Varðandi lið 5. um starfslýsingu íþrótta- og tómstundafulltrúa, samþykkir sveitarstjórn að Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, formaður TÍM nefndar og Hlíf Hrólfsdóttir, fari í þá vinnu að greina stöðu þessa starfs og ávinning af mögulegum aðskilnaði.  Samþykkt samhljóða.

Varðandi lið 8 um erindisbréf TÍM nefndar, er óskað eftir samþykki sveitarstjórnar.  Matthías bendir á að nefndin heyri beint undir sveitarstjórn, ekki tómstundasvið.  Þarna þarf að skerpa á stjórnskipulegri stöðu og skipulagi. Allir tóku undir með Matthíasi sem lagði til að texti erindisbréfs verði skoðaður betur fram að næsta fundi.  Oddviti tók undir þetta og bætti við að það ætti kannski við um allar nefndir að skilgreina betur hverjir sætu eða ættu erindi á fundi nefnda.  Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

  1. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar 6. júní 2024

Oddviti gaf formanni US nefndar orðið.

Formaður rakti efni fundarins.


Varðandi lið 1. um umsókn um framkvæmdarleyfi á Ennishálsi, umsækjandi er Vegagerðin. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

 

2. Umsókn um stöðuleyfi á Tanganum, umsækjandi er Gola útgerð ehf. Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar umsókninni vegna þeirrar stefnu að fjarlægja eigi alla gáma af tanganum og beinir því til sveitarstjórnar að aðstoða umsækjendur um að finna hentugan stað undir starfsemi sína. Matthías rökstuddi ákvörðun nefndarinnar.  Oddviti fagnar þessari afstöðu nefndarinnar og ábendingin er tekin til greina.

 

3. Umsókn um byggingarleyfi á sjóhreinsihúsi á Nauteyri, umsækjandi er Háafell ehf. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.

Um er að ræða hreinsistöð fyrir affall frá fiskeldinu.  Matthías nefnir varnagla sem er sá að fundið verði að staðsetningunni sem er nálægt fjöruborði.

Samþykkt samhljóða.

 

4. Umsókn um byggingarleyfi fyrir 1.635 m2 stálgrindarskemmu á Nauteyri, umsækjandi er Háafell ehf. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.

Oddviti fagnar þeirri uppbyggingu sem þarna á sér stað og leggur til heimsókn sveitarstjórnar á Nauteyri.  Sveitarstjóra falið að undirbúa heimsókn.

Varðandi tillögu nefndarinnar, er hún samþykkt samhljóða.

 

5. Umsókn um byggingarleyfi á Skeiði 5, umsækjandi er Orkubú Vestfjarða. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina en bendir umsóknaraðilum á að skoða aðrar útfærslur á staðsetningu fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni vegna aðkomu að húsinu

Um er að ræða framlengingu á byggingu Orkubúsins.  Jón nefnir að byggingin komi í framhaldi af verkstæði Orkubúsins og mun þrengja að umhverfi áhaldahúss.  Rétt sé að skoða þetta m.t.t. framtíðar notkunar á svæðinu.

Matthías óskar eftir grendarkynningu í framhaldi af hugsanlegu samþykki sveitarstjórnar. Tillaga nefndarinnar samþykkt samhljóða. Tilaga Matthíasar um grendarkynningu samþykkt samhljóða.

 

6. Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi á Borgabraut, umsækjendur eru íbúar á Borgabraut. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að breytingin teljist óveruleg sbr. 2 mgr. 43 gr. Skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna, sbr 44 gr. skipulagslaga.  Um er að ræða stækkun þriggja lóða.  Matthías bætti við að það er lóðareigenda að óska eftir þessari breytingu sem og að bera af því kostnað.

Samþykkt með þremur atkvæðum.  Matthías og Þorgeir sitja hjá.

Áhyggjum nefndarinnar um útbreyðslu Lúpínu og Kerfils er komið á framfæri.  Oddviti lagði til umræða nefndarinnar um liði a og b undir önnur mál um aðalskipulag og Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða færi á heimasíðu sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð Fræðslunefndar frá 06.06.2024

Oddviti fór yfir efni fundarins. Oddviti lagði áherslu á samning við Ásgarð og að nú sé komin samþykkt starfaáætlun nefndarinanr.  Talsverð vinna er framundan við að ná vissum markmiðum í starfi skólans.  Umræða spannst um mönnun í lykilstöður og umræðu nefndarinnar hvað það varðar.

Matthías nefndi að sveitarstjórn skyldi hugleiða það sem fram kemur í fundargerðinni og fagnar virkni nefndarinnar.

Oddviti tiltók margvíslega umræðu í samfélaginu á landsvísu um öll skólastig.  Matthías tók undir þetta og nefndi sérstaklega vanda ungra drengja í grunnskólunum.  Telur hann að það skorti fyrirmyndir.  Sigríður Guðbjörg nefndi áhugaleysi drengja sem væri mögulega hluti vandans. 

Oddviti mun taka ábendingar nefndarmanna lengra í samráði við sveitarstjórn.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð Atvinnu, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 06.06.2024

Oddviti gaf formanni orðið.   

Megin efni þessa fundar var skoðun á fyrstu drögum að fjallskilaseðli 2024, sem verður hreinskrifaður og sendur bændum til úrvinnslu.   Nefndi formaður einnig að nú verða formanns skipti í nefndinni, þar sem formaður lætur af störfum fyrir sveitarfélagið.  Verður Óskar Hafsteinn Halldórsson tilnefndur sem formaður nefndarinnar.

Formaður sagði frá umræðu um umfang og umsvif í atvinnulífinu.

Matthías tiltók gagnrýni á tíðni funda í nefndinni og nefndi ýmsar breytingar í atvinnulífinu sem ættu erindi á borð nefndarinnar.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð Velferðarnefndar frá 05.06.2024

Oddviti gaf formanni nefndarinnar orðið. Matthías fór yfir fundargerðina.  Tiltók hann að nokkrir fundarmenn hefðu verið í fjarfundi.  Lagðar voru fram reglur um stuðningsþjónustu sem koma í stað reglna um starfsemi heimasþjónustunnar og liðveislu fyrir 18 ára og eldri.  Eins var rætt um skráningar á þjónustugátt. Matthías nefndi að félagsmálastjóri, Soffía Guðrún Guðmundsdóttir muni láta af störfum 31.ágúst n.k.  Hjördís Inga Hjörleifsdóttir hefur einnig sagt starfi sínu lausu.

Nefndin fékk drög að erindisbréfi sem verður skoðað fyrir fund í ágúst.  Þarf þar sérstaklega að skoða verksvið Félagsþjónustunnar og Velferðarnefndar.

Nefndin leggur fram reglur fyrir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla og fór Hlíf yfir það mál.  Eru þær lagðar fyrir sveitarstjórnir til samþykktar.  Þorgeir sagðist ekki hafa haft tök á að kynna sér þessar reglur og er því ekki tilbúinn til að samþykkja þær að svo stöddu og óskar eftir því að afgreiðslu sé frestað til næsta fundar. Samþykkt með þremur atkvæðum.  Hlíf og Matthías sitja hjá.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

  1. Tilnefning fulltrúa og varafulltrúa í kjörnefnd Fjórðungssamband Vestfirðinga

Strandabandalagið leggur til að Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir verði fulltrúi Strandabyggðar í kjörnefnd og að varafulltrúi verði Hlíf Hrólfsdóttir eða Gunnar Númi Hjartarson, verði gerð krafa um jafnt kynjahlutfall.

Samþykkt samhljóða.

  1. Samningur við Ásgarð, undirritaður

Formaður sagði frá því að búið væri að undirrita nýjan samning við Ásgarð og er hann lagður fram hér til formlegs samþykkis sveitarstjórnar.  Sagði formaður ljóst að með virkri þátttöku Ásgarðs í málefnum skólans, mætti búast við skarpari umgjörð og stuðningi við skólastjórnendur og kennara.

Matthías rakti innihald samnings.  Oddviti óskar eftir samþykki samnings.  Samþykkt samhljóða.

  1. Bréf frá Ingibjörgu Sigurðardóttur vegna félagsstarfs aldraðra.

Oddviti sagði frá fundi með Ingibjörgu Sigurðardóttur, sem leggur fram þá tillögu að Vallarhúsið svokallaða, sem nú er nýtt á grunnskólalóðinni fyrir yngsta stigið, yrði fært að félagsheimilinu og nýtt undir starfsemi félagsstarfs aldraðra, þegar kennsla hæfist í yngri hluta grunnskólans.  Oddviti tekur undir þá skoðun að þetta sé góð lausn á vissum húsnæðisvanda þessa félagsstarfs og styður þessa ráðstöfun, reynist ekki lengur not fyrir húsið við skólann.

Oddviti óskar eftir viðbrögðum fundarmanna.  Jón sagði ljóst að ekki væri hægt að ráðstafa húsinu fyrr en nýting þess er ljós í haust eða í framhaldi af upphafi skólastarfs. Hlíf tók undir þetta.  Matthías sagði að ekki væri ljóst hvort yngri hluti skólans myndi rúma alla nemendur og því yrði þetta að koma í ljós.  Matthías vildi færa Ingibjörgu þakkir fyrir erindið og vel unnin störf í þágu aldraðra í Strandabyggð.  Tóku allir undir þær kveðjur.

Erindið lagt fram til kynningar.

  1. Reglur/viðmið varðandi birtingu efnis á heimasíðu Strandabyggðar.

Oddviti gaf Matthíasi Sævari Lýðssyni orðið.  Matthías spyr hvernig gangi með heimasíðugerð sveitarfélagsins.  Nefndi hann heimasíðu Dalabyggðar og nágranna sveitarfélaganna.  Oddviti svaraði því til að fyrirtækið Stefna væri að vinna að gerð heimasíðu fyrir sveitarfélagið og að vinna væri komin í gang við að afhenda gögn, hugmyndir og upplýsingar.  Ljóst er þó að á einhverjum tímapunkti kemur tillaga að nýrri heimasíðu inn á borð sveitarstjórnar, sem og ákvörðun um förgun efnis.  Máilið er í favegi og er nýr starfsmaður á skrifstofu, Heiðrún Harðardóttur, helsti tengiliður okkar við Stefnu.

  1. Erindi frá Jóni Jónssyni varðandi fyrirhugaða undirskriftasöfnun í sveitarfélaginu.

Þorgeir Pálsson víkur af fundi og tekur Grettir Örn Ásmundsson sæti hans.  Við Stjórn fundarins tekur varaoddviti, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir.

Sveitarstjórn hefur borist erindi frá Jóni Jónssyni þar sem hann tilkynnir um fyrirhugaða undirskriftasöfnun samkvæmt  reglugerð nr. 155/2013 um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna samkvæmt ákvæði 2. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 155/2013 skal sveitarstjórn innan fjögurra vikna eftir að hún hefur fengið tilkynningu um fyrirhugaða undirskriftarsöfnun meta hvort ákvæði 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga hamli því að unnt sé að krefjast almennrar atkvæðagreiðslu um viðkomandi mál og skal hún tilkynna ábyrgðaraðila um þá niðurstöðu sína án tafar. Sveitarstjórn skal jafnframt leiðbeina ábyrgðaraðila um orðalag tilkynningarinnar og önnur framkvæmdaratriði eftir því sem þörf er á og veita honum frest til að bæta úr annmörkum, sé tilefni til. Telji sveitarstjórn að undirskriftasöfnun samrýmist ekki 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga skal beiðninni hafnað. Unnt er að kæra þá ákvörðun til innviðaráðuneytisins, sbr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga.

Í samræmi við ofangreint mun bréfritara verða tilkynnt um afstöðu sveitarfélagsins til erindisins innan þess frests sem sveitarstjórn hefur til þess.

Bókun A lista: Sveitarstjórnarmenn A lista sjá enga meinbugi á því að sveitarstjórn heimili þá undirskriftarsöfnun sem farið er fram á í tilkynningu Jón Jónssonar, sbr. sveitarstjórnarlög nr 138/2011. 108. gr. og reglugerð nr 155/2013.

Matthías leggur til að umbeðin undirskriftasöfnun verði heimiluð.

Jón leggur til að umbeðin undirskriftasöfnun verði að sinni frestað og leitað verði til lögfræðings sveitarfélagsins, til þess að undirskriftasöfnunin standist lög og reglugerðir. Og sveitarfélagið nýti tímafrestinn til að afla sér gagna, en reynir þó að flýta svörum eins og hægt er.

Matthías leggur til að undirskriftasöfnunin verði samþykkt og greiðir atkvæði með tillögunni, Hlíf situr hjá. Fulltrúar T lista greiða atkvæði gegn tillögunni.

Tillaga Jóns, fulltrúar T lista greiða atkvæði með tillögunni. Matthías greiðir atkvæði gegn tillögunni og Hlíf situr hjá.

Þorgeir tekur aftur sæti á fundinum og Grettir Örn Ásmundsson víkur af fundi.

  1. Erindi frá undirbúningshópi fjölskylduhátíðarinnar Sameinumst á Ströndum.

Oddviti rakti tilurð þessa máls og gaf síðan orðið laust.  Matthías nefnir bréf sem sveitarfélaginu hefur borist og rekur þær óskir sem þar koma fram.  Matthías vísaði í síðasta fund undirbúningshóps.  Nefndi hann þar að það mætti ekki kalla þetta hátíð, heldur skemmtun. Matthías telur ekki mögulegt að ákveða um fjárhagslegan stuðning þar sem ekki liggi fyrir viðauki eða tillaga um nýtingu á því fjármagni sem þarf eða yrði veitt.  Matthías telur tímann of skamman. 

Hlíf tók til máls og var sammála Matthíasi og vill taka jákvætt í erindið.  Spurði hún um þá upphæð sem hefði verið ákveðin í bæjarhátið í fjárhagsáætlun.

Oddviti taldi rétt að sveitarstjórn tæki jákvætt í erindið og tæki einnig að sér að leiðbeina undirbúningshópnum nánar um það í hvað farveg þessi ósk þarf að fara.  Samtímis myndi sveitarstjórn kanna mögulega getu sína til að styrkja verkefnið fjárhagslega.  Jón lagði til að sveitarstjóra verði falið að svara erindinu og beina því í réttan farveg. Samþykkt samhljóða.

  1. Vinnuskýrsla sveitarstjóra.

Oddviti gaf orðið laust.  Matthías vísaði í spurningar sem hann sendi í dag.  Hann lagði fram spurningar fyrir sveitarstjóra um framkvæmdir við heita potta, grunnskólann, girðingarmál, leikskólalóðina, gatnagerð, fráveitu ofl.

Einnig spurði Matthías um stöðu í Strandanefndinni.  Oddviti fór yfir stöðuna.

  1. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2024 – „Hvítbók í málefnum innflytjenda“

Oddviti gaf orðið laust.  Erindið lagt fram til kynningar.

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga – Fundargerðir vegna funda nr. 462 og 463 hjá stjórn Hafnarsambands Íslands

Oddviti gaf orðið laust. Hlíf tók til máls og vakti athygli á hversu gamlar þessar fundargerðir eru.  Erindið er að öðru leyti lagt fram til kynningar.

  1. Beiðni Jóns Sigmundssonar um lausn frá störfum.

Oddviti sagði frá beiðni Jóns en gaf honum síðan orðið.  Jón sagði frá búferlaflutningum fjölskyldunnar í Dalabyggð.  Einnig þakkar Jón fyrir samstarfið síðustu ár.

Oddviti vill færa Jóni miklar þakkir sveitarstjórnar fyrir gott samstarf og góða vinnu í þágu sveitarfélagsins.  Óskar sveitarstjórn honum og fjölskyldu hans, velfarnaðar í nýjum verkefnum á nýjum slóðum.

Sveitarstjórn samþykkir beiðni Jóns um lausn frá störfum og felur sveitarstjóra að ganga frá mannabreytingum og skráningum í nefndir og ráð sem því tengjast.

19. Umræða um fund sveitarstjórnar í júlí.

Jón telur fullt tilefni til að funda í júlí enda mörg mál sem kalli á afgreiðslu, þar með talið erindi sem þarf að svara innan fjögurra vikna, sem og erindi um fjölskylduskemmtun.  Hlíf tók undir þetta.  Jón bætti við að málefni grunnskólans þurfi að ræða í júlí.  Tóku allir undir þetta.

 

Sveitarstjórn leggur því til að halda fund í júlí.  Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl 19.39.

Þorgeir Pálsson

Oddviti/ritari fundarins.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón