Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 3. maí 2018
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 3. maí, kl. 17:30 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Júlíus Jónsson og Salbjörg Engilbertsdóttir. Jóhanna Rósmundsdóttir boðaði forföll og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir mætti í hennar stað. Ásta Þórisdóttir boðaði einnig forföll. og Lýður Jónsson mætti í stað Ástu. Júlíana Ágústsdóttir mætti ekki. Díana Jórunn Pálsdóttir mætti sem fulltrúi ungmennaráðs. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Menningardvöl
- SEEDS vinnuhópur
- Sumarnámskeið
- Vinnuskólinn
- Hamingjudagar
- Samfelldur dagur barnsins
Þá var gengið til dagskrár.
- Menningardvöl
- Allar umsóknir samþykktar
- SEEDS vinnuhópur
- Auglýsa þarf eftir umsjónarmanni
- Sumarnámskeið
Sumarnámskeið fyrir 1.-4. bekk verður auglýst í næstu viku
- Vinnuskólinn
Umsóknarfrestur er liðinn í vinnuskólann. 13 sóttu um þar af 10 í hefðbundna vinnuskólann og 3 í Strandir í verki. Tómstundafulltrúi mun óska eftir samstarfi við Áhaldahúsið um skipulag og framkvæmd vinnuskólans í sumar. - Hamingjudagar
Farið var yfir fyrirhugaða dagskrá og staðan rædd. - Samfelldur dagur barnsins
Verkefnastjóri Samfells dags kynnti tillögur að Samfelldum degi fyrir 5.-7.bekk. TÍM-nefnd mælir með að þetta fyrirkomulag verði sett á laggirnar næsta vetur.
Fundi slitið kl.19:00