A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

100 ára afmćlishátíđ skólahalds á Hólmavík

| 03. júní 2011
100 ára afmćlishátíđ skólahalds á Hólmavík. Myndir SMŢ og IV
100 ára afmćlishátíđ skólahalds á Hólmavík. Myndir SMŢ og IV
« 1 af 16 »

Sveitarfélagið Strandabyggð hélt upp á 100 ára afmælishátíð skólahalds á Hólmavík miðvikudaginn 1. júní. Þann sama dag fóru fram skólaslit við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík í Hólmavíkurkirkju þar sem lærdómsríkur skólavetur var kvaddur og vori fagnað í 100 sinn á Hólmavík. Áætla má að ríflega 200 manns hafi komið á afmælishátíðina þar sem haldin voru ávörp, leikskólinn Lækjarbrekka og Grunn- og Tónskólinn voru með tónlistaratriði auk þess sem veislugestir sungu saman 100 ára afmælisöng.

 

Steinunn Ingimundardóttir frá Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp afhenti Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík og Héraðsbókasafni Strandamanna veglega bókagjöf fyrir hönd fjölskyldu sinnar í tilefni þessara merku tímamóta. Bókagjöfin inniheldur 50 bókatitla á sviði náttúruvísinda  til Grunn- og Tónskólans á Hólmavík og 90 bókatitla til Héraðsbókasafns Strandamanna, og er kærkomin styrkur fyrir nemendur og aðra íbúa í Strandabyggð. Gjöfin er tileinkuð minningu foreldra Steinunnar, Ingimundar Ingimundarsonar og Maríu S. Helgadóttur sem lengi bjuggu á Hólmavík. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir Steinunni Ingimundardóttur og fjölskyldur hlýjar þakkir.

 

Þá sýndi Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi Strandabyggðar skemmtileg myndbönd frá lífi og starfi Grunn- og Tónskólans við mikinn fögnuð viðstaddra. Grunn- og Tónskólinn á Hólmavík setti upp glæsilega leiksýningu fyrr í vetur þar sem saga 100 ára skólahalds á Hólmavík var rakin í frumsömdu handriti eftir Arnar S. Jónsson. Sýningin hefur nú verið gefin út á DVD diskum og rennur andvirði sölunnar til leiklistarstarfs í Grunn- og Tónskólanum. Diskinn verður hægt að nálgast á skrifstofu Strandabyggðar í sumar.

 

Sveitarfélagið Strandabyggð þakkar öllum þeim sem komu að veglegri afmælishátíð á Hólmavík og óskar skólahaldi í Strandabyggð farsældar í framtíðinni.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón