117 tillögur bárust í nafnasamkeppni
| 13. apríl 2012
Alls bárust 117 tillögur í samkeppni um nafn á neðstu hæðina í Þróunarsetrinu sem nú verið að taka í notkun. Sveitarstjórn Strandabyggðar bíður það vandasama verk að velja nafn á hæðina á sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður þriðjudaginn 17. apríl 2012. Vinningshafi verður heiðraður sérstaklega á formlegri opnun sem haldin verður fyrir íbúa og verður auglýst nánar síðar. Tillögurnar 117 má sjá hér. Sveitarfélagið Strandabyggð þakkar fyrir þessa glæsilegu þátttöku. Spennandi verður að sjá niðurstöðu sveitarstjórnar.