A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

ATVEST - Fréttatilkynning

| 10. júlí 2013

ATVEST hefur ráðið til sín verkefnastjóra, Ingibjörgu Snorradóttur í sumar til að sinna hinum ýmsu verkefnum. Eitt af stóru verkefnunum er Íbúakönnun, sem margir hafa séð bregða fyrir á vefnum og má finna hér. Markmið með Íbúakönnun er að safna saman netföngum frá öllum vestfjörðum og er stefnt á að fá um 10% íbúa í hverju sveitarfélagi til að skrá sig og taka þátt. Þetta hefur ekki verið gert áður og er það von okkar að þessi gagnagrunnur verði að veruleika. Hann myndi nýtast til að senda út kannanir með ýmsum spurningum, sem allar varða vestfirði og hag þeirra. Greiningarvinnan er mjög mikilvæg og nauðsynlegt að rétt sé að henni sé staðið og forsendur séu réttar. Skiptir því miklu að þeir sem skrái sig séu búsettir á vestfjörðum og séu 18 ára eða eldri til að geta tekið þátt í skoðanakönnunum ATVEST. Jafnframt er framkvæmd neyslukönnun og verðlag kannað í verslunum um alla vestfirði, en sú neyslukönnun gefur okkur upplýsingar um þau verð sem vestfirðigar búa við og jafnvel hvert vöruúrvalið er í raun, því stuðst er við neyslukörfu ASÍ, en ekki er verið að bera saman verð á milli verslana, bara að reyna að fá yfirlit yfir heildar neyslukostnað Vestfirðinga almennt. Það er mikilvægt að þekkja sem best skoðanir og væntingar íbúa og gefa sem flestum kost á að hafa áhrif á þróun hugmynda til framfara.Spurningakannanir og greining þeirra er mikilvægur liður í rannsókn á hvort staða þessara þátta hafi breyst með tilkomu kreppunnar og sérstaklega með tilliti til búsetu. Það er ákaflega mikilvægt að þátttaka verði góð í þessari könnun og að verkefnið takist vel.Það er von okkar hjá ATVEST að vestfirðingar bregðist jákvætt við og verði duglegir að taka þátt og um leið þökkum við öllum kærlega fyrir þátttökuna.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón