AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags:
Kvíslatunguvirkjun – breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. apríl 2023 að kynna skipulagslýsingu um fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 vegna og gerð deiliskipulags fyrir Kvíslatunguvirkjun.
Í aðalskipulagsbreytingunni felst að marka stefnu um Kvíslatunguvirkjun í Selárdal. Hluti landbúnaðarsvæðis í Selárdal, þar sem fyrirhugað er að reisa stöðvarhús og tengd mannvirki, verður breytt í iðnaðarsvæði. Ofar, þar sem nú er óbyggt svæði, verður gerð grein fyrir helstu mannvirkjum tengd virkjuninni, þ.e.a.s. stíflum, miðlunarlónum og öðrum veitumannvirkjum. Einnig verða vegir, raflínur og efnistökusvæði tilgreind í skipulagsbreytingunni.
Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður unnin og kynnt tillaga að deiliskipulagi virkjunarsvæðis.
Skipulagslýsing sjá hér í tengli
Athugasemdir og ábendingar um lýsinguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is eða á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík í síðasta lagi 15. maí 2023.
Skipulagsfulltrúi Strandabyggðar