A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir ráðin leikskólastjóri

| 29. júní 2016
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Lækjarbrekku meðan Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir verður í fæðingarorlofi. Aðalbjörg útskrifaðist með B.Ed. í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2006. Hún var skólastjóri Kópaskersskóla 2008 - 2009 en þar var samrekinn leik- og grunnskóli. Frá árinu 2002 starfaði hún á leikskólum á Hvammstanga, Blönduósi og Kópaskeri sem deildarstarfsmaður og deildarstjóri. Frá 2011 - 2014 starfaði hún sem leiðbeinandi í Öxarfjarðarskóla en frá 2014 hefur hún starfaðsem deildarstjóri á Leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík og þekkir því leikskólastarfið í Lækjarbrekku vel.

Við óskum Aðalbjörgu til hamingju með starfið og hlökkum til frekara samtarfs.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón