Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur
Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík mánudaginn 16. september kl. 20.00.
Leikfélagið vill hvetja til þess að allir sem áhuga hafa á skemmtilegu starfi og góðum félagsskap skelli sér á staðinn. Allir áhugamenn um leiklist geta orðið félagar!
Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Nýir félagar boðnir velkomnir.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Reikningar félagsins.
5. Afgreiðsla lagabreytinga
6. Umræður um næsta leikár.
7. Kosningar stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
8. Önnur mál.
Hér býðst kjörið tækifæri til þess að fylgjast með starfsemi Leikfélags Hólmavíkur sem er margbrotin og auðgandi og vera með í að skoða, skrafa og ræða næsta starfsár félagsins. Öll velkomin!