A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Aðgerðir Strandabyggðar vegna Covid-19

| 01. maí 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur fundað undanfarið og rætt til hvaða aðgerðar sveitarfélagið gæti gripið, til að mæta erfiðri stöðu margra í samfélaginu.  Stuðst hefur verið við tilmæli stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og einnig hefur verið haft samráð við fulltrúa atvinnulífsins í Strandabyggð.  Eftirfarandi aðgerðir eru nú virkar af hálfu sveitarfélagsins:

Niðurfelling leikskólagjalda og matarkostnaðar
Til að mæta skertri skólasókn var sveitarstjórn áður búin að samþykkja niðurfellingu leikskólagjalda og matarkostnaðar, þá daga sem ekki voru nýttir.

Reglur um frestun fasteignaskatta í Strandabyggð, 2020

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt eftirfarandi reglur um frestun fasteignaskatta 2020:
  1. Eigendur atvinnuhúsnæðis í Strandabyggð geta sótt um frestun fasteignaskatta.  Um er að ræða húsnæði í c- flokki, 3. grein (allar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu)
  2. Umsækjendur skulu vera skuldlausir við sveitarfélagið hvað eldri gjalddaga varðar
  3. Um er að ræða alla gjalda nema apríl gjaldaga.
  4. Hægt er að sækja um frestun til að hámarki þriggja mánaða
  5. Úrræðið nær til fasteignaskatta, þar með talið einnig eftirtalinna skatta: lóðarleigu, sorpgjöld, holræsagjöld og vatnsgjöld
  6. Umsækjandi skal sækja um frestun fasteignaskatta með rafrænum eða skriflegum hætti til sveitarfélagsins og má senda umsókn á netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is eða hringja í 451-3510 og bóka tíma til að skila inn umsókn.

Það má síðan rifja upp, að sveitarstjórn hafði áður stofnað til samstarfs við Rauða krossinn og sóknarprestinn um aðstoð til þeirra sem þurfa aðstoð í daglegu lífi og einnig óskað eftir sjálfboðaliðum á bakvarðalista Strandabyggðar, til að aðstoða náungann. 

Sveitarstjórn Strandabyggð vonar að þessar aðgerðir gagnist í því erfiða árferði sem við upplifum þessa dagana.  Áfram verður fylgst náið með þróun mála í mannlífi og atvinnulífi Strandabyggðar og eins hvetjum við íbúa til að hafa samband með sínar hugmyndir og/eða vangaveltur. 

Þetta er tímabundið ástand sem líður hjá.  Við höfum staðið vel saman í Strandabyggð hingað til og munum gera það áfram.

Kveðja,
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón