Áfallateymi skipað í Strandabyggð
| 24. nóvember 2011
Áfallateymi hefur verið skipað í Strandabyggð. Áfallateymið heyrir undir Velferðarsvið og er skipað 5 aðalmönnum og 3 varamönnum:
Aðalmenn
Anna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur
Arnar Jónsson tómstundafulltrúi
Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri
Sigríður Óladóttir prestur
Victor Örn Victorsson fyrrverandi skólastjóri
Varamenn
Hildur Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri
Hlíf Hrólfsdóttir sérkennslu- og deildarstjóri
Sverrir Guðmundsson lögreglumaður
Áfallateyminu er falið að mynda sér verklagsreglur og viðbragðsáætlun. Varamenn munu taka þátt í bæði undirbúningi og áætlanagerð. Mikilvægt er að tengsl verði milli Áfallateymisins og Almannavarnarnefndar Héraðsnefndar Strandasýslu.