Afmæli Galdrasýningarinnar
| 06. janúar 2021
Í tilefni af 20 ára afmæli Galdrasýningarinnar hefur verið sett upp afmælissýning sem greinir frá áföngum í sögu Galdrasafnsins sem vert er að minnast og margar skemmtilegar myndir birtar.
Á tímamótum sem þessum og í ljósi erfiðra aðstæðna er mikilvægt að líta yfir farinn veg og fagna því sem hefur áunnist og tekist vel. Eitt af lykilatriðum í velgengi sýningarinnar hefur verið stuðningur velvilji samfélagsins á Ströndum. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að minna okkur á hvers við erum megnuð þegar við nýtum samtakamáttinn enda var stofnun og opnun Galdrasýningarinnar samfélags- og samvinnuverkefni miklu fleiri aðila en þeirra sem stóðu henni næst. Galdrasafnið býður alla velkomna að skoða afmælissýninguna sem mun standa út árið 2021.
Anna Björg Þórarinsdóttir,
framkvæmdastýra Galdrasýningarinnar
Á tímamótum sem þessum og í ljósi erfiðra aðstæðna er mikilvægt að líta yfir farinn veg og fagna því sem hefur áunnist og tekist vel. Eitt af lykilatriðum í velgengi sýningarinnar hefur verið stuðningur velvilji samfélagsins á Ströndum. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að minna okkur á hvers við erum megnuð þegar við nýtum samtakamáttinn enda var stofnun og opnun Galdrasýningarinnar samfélags- og samvinnuverkefni miklu fleiri aðila en þeirra sem stóðu henni næst. Galdrasafnið býður alla velkomna að skoða afmælissýninguna sem mun standa út árið 2021.
Anna Björg Þórarinsdóttir,
framkvæmdastýra Galdrasýningarinnar