Álagning fasteignagjalda
Til prentunar
Álagning fasteignagjalda byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert. Álagning fasteignagjalda fer fram á vegum skrifstofu Strandabyggðar sem einnig hefur umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimtu.
Birting álagningar, gjalddagar og greiðsla fasteignagjaldi
Sú nýbreytni er tekin upp við álagningu og innheimtu fasteignagjalda árið 2017 að álagningarseðill og greiðsluseðlar verða ekki sendir út á pappír. Álagningarseðill er birtur rafrænt inn á www.island.is. Greiðsluseðlar verða birtir í heimabönkum líkt og undanfarin ár en greiðandi getur óskað sérstaklega eftir því á skrifstofu Strandabyggðar að fá greiðsluseðla senda telji hann þörf á því. Gjalddagar eru 8 talsins og er fyrsti gjalddaginn 1. mars en sá síðasti þann 1. október. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 35.000 er gjalddagi þeirra 1. apríl. Á hverjum greiðsluseðli verður greiðsla á aðeins einum gjalddaga, þannig að eldri seðlar halda gildi sínu. Hafi gjöld ekki verið greidd á eindaga sem er síðasti virkur dagur hvers mánaðar, greiðast dráttarvextir frá gjalddaga.
Sveitastjórn Strandabyggðar ákvað við álagningu fasteignagjalda árið 2017 að álagningarprósenta fasteignagjalda verði óbreytt. Á það sama við um vatnsgjald, holræsagjald og lóðaleigu. Sorpgjöld hækkar milli ára til að koma til móts við kostnað sveitarfélagsins Strandabyggðar vegna sorphirðu í sveitarfélaginu.
Afslættir á fasteignagjöldum fyrir aldraða og öryrkja eru færðir inn sjálfvirkt og koma fram á álagningarseðli.
- Fasteignaskattur A – gjald 0,5% af fasteignamati húss og lóðar
- Fasteignaskattur B – gjald 1,32% af fasteignamati húss og lóðar
- Fasteignaskattur C – gjald 1,51% af fasteignamati húss og lóðar
- Lóðarleiga 2,5% af fasteignamati lóðar
- Holræsagjald 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
- Vatnsskattur 0,30% af fasteignamati húss og lóðar þó ekki lægri en kr. 27.315,-og ekki hærri en kr. 36.597,- eða sem nemur 0,5% af fasteignamati húss og lóðar
- Hreinsunargjald rotþróa kr. 12.922,-
- Sorphreinsunargjald á íbúðarhúsnæði í þéttbýli kr. 37.693,-
- Sorphreinsunargjald í dreifbýli kr. 31.071,-
- Sorphreinsunargjald sumarhúsa kr. 18.846,-
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 4513510 eða á netfanginu strandabyggd@strandabyggd.is
F.h. sveitarstjórnar Strandabyggðar
Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri