A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Álagning fasteignagjalda 2025

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. febrúar 2025


Álagning fasteignagjalda byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert. Álagning fasteignagjalda fer fram á vegum skrifstofu Strandabyggðar sem einnig hefur umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimtu.


Álagningarseðill fasteignagjalda er birtur á www.island.is á kennitölu eiganda. Greiðslukröfur verða birtar í heimabönkum líkt og undanfarin ár. Gjalddagar eru 10 talsins og er fyrsti gjalddaginn 1. febrúar en sá síðasti þann 1. nóvember. Ef heildargjöld greiðanda eru undir kr. 40.000, er einungis 1 gjalddagi 1. apríl. Á hverjum greiðsluseðli verður greiðsla á aðeins einum gjalddaga og eldri seðlar halda gildi sínu. Hafi gjöld ekki verið greidd á eindaga, greiðast dráttarvextir frá gjalddaga. Ekki eru sendar út kröfur vegna innheimtu undir 1000 kr. Fasteignaeigendur með gjöld undir þeim upphæðum eru beðin um að millifæra á bankareikning Strandabyggðar 1161-26-1 og senda bankakvittun á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.


Sveitarstjórn ákvað í gerð fjárhagsáætlunar ársins 2025 að hækka álagningarprósentu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í hámarksálagningu sem er 0,625%  á fasteignaskatti A og 1,65% í fasteignaskatti C. Álagningarprósenta opinbers húsnæðis er óbreytt eða 1,32%. Um hámarksálagningu er að ræða í öllum flokkum.

Álagningarprósenta á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðaleigu er óbreytt.


Elli- og örorkulífeyrisþegar, með lögheimili og búsetu í Strandabyggð, njóta afsláttar af fasteignaskatti sem á íbúðarhúsnæði og í eigu viðkomandi enda hafi hann þar búsetu og hafi ekki af því leigutekjur.

Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega getur þó numið að hámarki 84.050 kr. árið 2025. Afslátturinn er tekjutengdur. Þessar fjárhæðir miðast við árstekjur (heildartekjur) skv. skattframtali næstliðins árs og gilda fyrir lækkun fasteignaskatts á álagningarári.

I
nnheimta gjalda vegna sorphirðu mun breytast á árinu og verður sú útfærsla kynnt á næstunni. Ný gjaldskrá verður birt um leið og Samþykkt um úrgangsmál í Strandabyggð hefur hlotið samþykki ráðuneytis. Þar til verður innheimt fastagjald á allar fasteignir. Ljóst er að við munum gera breytingar samkvæmt lögum nr. 55/2003 og reglulgerð nr. 803/2023 um meðhöndlun úrgangs, þ.e. að söfnun muni eiga sér stað við heimili en ekki á botnlangastöð, vegna athugasemda ráðuneytis. Við heimili verður söfnun á 4 flokkum þ.e. plastumbúðum, pappaumbúðum, lífúrgangi og almennum heimilisúrgangi. Söfnunarstöð Sorpsamlags Strandasýslu á Skeiði mun taka á móti flokkuðum úrgangi á opnunartíma. Rekstraraðilar skulu sjálfir sjá um að koma úrgangi sem fellur til við reksturinn í viðeigandi meðhöndlun eða gera samning við þjónustuaðila.


Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 451-3510 eða á netfanginu strandabyggd@strandabyggd.is




Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón