Árneshreppur styrkir Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík
| 05. janúar 2012
Árneshreppur styrkti rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík um kr. 150.000 fyrir árið 2011. Er þetta mikið ánægjuefni en Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík er vel sótt af bæði innlendum og erlendum ferðamönnum. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hefur lagt ríka áherslu á að veita ítarlegar upplýsingar um þjónustu, mannlíf, landslag og möguleika á eftirminnilegri upplifun í sveitarfélögum á Ströndum og Vestfjörðum öllum. Sveitarfélagið Kaldrananeshreppur styrkti starfsemina einnig eins og greint var frá í haust, en góð samvinna er á milli sveitarfélaga á svæðinu um fjölbreytt verkefni.