A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ársreikningur Strandabyggðar 2011

| 07. júní 2012
Ársreikningur Strandabyggðar 2011 sem hefur verið lagður fram og samþykktur í sveitarstjórn Strandabyggðar er nú aðgengilegur á netinu, sjá hér. 

Rekstrarniðurstaða A og B hluta á árinu 2011 var neikvæð um kr. 4,7 m. Rekstrarniðurstaða A hluta árið 2011 var neikvæða um kr. 6,6 m. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam kr. 30,9 m en veltufé frá rekstri A hluta nam kr. 20,2 m. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2011, A og B-hluti nam kr. 228 m samkvæmt efnahagsreikningi og skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu kr. 373,6 m., þar af A hluti kr. 304 m. Samkvæmt efnahagsreikningi 31. des. 2011 nema eignir A-hluta kr. 641,3 m og samantekinn A og B- hluti kr. 601,7 m. 

Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum er ekki gert ráð fyrir að kjörnir skoðunarmenn staðfesti ársreikning.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón