Ártíð skjaldbökunnar
| 09. október 2013
1. október síðastliðin voru 50 ár líðin síðan Einar Hansen dró risaskjaldböku á land hér á Hólmavík. Af því tilefni verður haldið upp á ártíð skjaldbökunnar og þetta merkilega afrek Einars í Hnyðju nú á laugardag.
Hátíðin er í boði Strandabyggðar og hefst klukkan 17:00 laugardaginn 12. október. Boðið verður upp á skjaldbökuköku að hætti Guðrúnar Margrétar Jökulsdóttur, sigurvegara í Hamingjukökukeppninni 2013. Jón Jónsson segir nokkur orð um þennan merka viðburð, afkomendur Einars verða á staðnum og skjaldbakan sjálf verður til sýnis. Auk þess verður kynnt hver sigrar hugmyndasamkeppni um minjagrip í tengslum við þennan merka viðburð.
Einar var snjall handverksmaður og gaman væri ef þeir sem eiga gripi eftir hann myndu lána þá til sýningar á skemmtuninni.
Allir eru velkomnir.
Hátíðin er í boði Strandabyggðar og hefst klukkan 17:00 laugardaginn 12. október. Boðið verður upp á skjaldbökuköku að hætti Guðrúnar Margrétar Jökulsdóttur, sigurvegara í Hamingjukökukeppninni 2013. Jón Jónsson segir nokkur orð um þennan merka viðburð, afkomendur Einars verða á staðnum og skjaldbakan sjálf verður til sýnis. Auk þess verður kynnt hver sigrar hugmyndasamkeppni um minjagrip í tengslum við þennan merka viðburð.
Einar var snjall handverksmaður og gaman væri ef þeir sem eiga gripi eftir hann myndu lána þá til sýningar á skemmtuninni.
Allir eru velkomnir.