A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Áskorun til starfsmanna fyrirtækja í Strandabyggð

| 05. febrúar 2013
Eitt af hlutverkum grænfánaverkefnisins hjá Grunnskólanum á Hólmavík er að efla lýðheilsu nemenda. Eitt af tækifærunum sem við nýtum okkur til þess er að bjóða nemendum að taka þátt í Lífshlaupinu sem er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ.

Verkefnið höfðar til allra aldurshópa og eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Lýðheilsustöð, nú embætti landlæknis, gaf út í fyrsta skipti árið 2008 ítarlegar ráðleggingar um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.

 

Umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmvík ákvað á síðasta fundi sínum að skora á alla starfsmenn fyrirtækja í Strandabyggð til að taka þátt í verkefninu og skrá sig í einstaklings- eða vinnustaðakeppni. Hægt er að skrá sig inná vefnum lifshlaupid.is og er þar að finna nánari upplýsingar um verkefnið. Keppnin hefst á morgun 6. febrúar og stendur vinnustaðakeppnin til 26. febrúar. Einstaklingskeppnin er í gangi allt árið.

Koma svo ALLIR MEÐ!!!!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón