Atburðadagatal fyrir alla
Það er alltaf nóg að gerast í menningarlífinu á Ströndum og margt er á döfinni næstu daga; opnun Frásagnasafns í Þróunarsetrinu, réttað í Kirkjubóls-, Skarðs- og Staðarréttum, réttarkaffi í Sævangi, dansleikur á Laugarhóli, tónleikar með Tómasi R. Einarssyni, tónleikar með Herði Torfasyni og karaoke-keppni í Bragganum svo fátt eitt sé nefnt.
Á valstikunni hér hægra megin á heimasíðu Strandabyggðar gefur að líta atburðadagatal sem er uppfært mjög reglulega. Einfalt er að skoða hvaða atburðir eru á næstunni, einungis þarf að smella á dagsetningar til að sjá hvað er að gerast á viðkomandi dögum. Einnig er hægt að smella á "Skoða alla atburði", en þá birtast allir atburðir í völdum mánuði.
Þeir sem standa fyrir viðburðum ef einhverju tagi eru sérstaklega hvattir til að koma þeim á framfæri með því að senda póst í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.