Auglýsing um nýtt deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri í Strandabyggð
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 8. mars 2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri í Strandabyggð, fyrrum Nauteyrarhreppi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Strandabyggðar 2010-2022 sem staðfest var 21. júní 2011 en samkvæmt því er skipulagssvæðið skilgreint sem iðnaðarsvæði I3, vatnsverndarsvæði I, landbúnaðarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði. Svæði fyrir þjónustustofnanir (kirkju) er einnig í landi Nauteyrar en utan skipulagssvæðisins. Annað láglendi á Nauteyri og aðliggjandi jörðum er skilgreint sem landbúnaðarsvæði en ofan þess eru skilgreind óbyggð svæði.
Markmið deiliskipulagsins er að skapa rými fyrir eflingu núverandi fiskeldis í landi Nauteyrar.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík og á heimasíðu Strandabyggðar, www.strandabyggd.is frá og með 22. mars 2016 til og með 4. maí 2016.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 4. maí 2016.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is
Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Sjá gögn hér:
a1-dskt-nauteyri-uppdr1
a1-dskt-nauteyri-uppdr2
a1-dskt-nauteyri-uppdr3
a4-dskt-nauteyri-grg
Hólmavík 18. mars 2016.
Gísli Gunnlaugsson
skipulags- og byggingarfulltrúi