Auglýsing um skipulagsmál í Strandabyggð
Auglýsing um nýtt deiliskipulag íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún (Norðurtún) á Hólmavík.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 18. ágúst 2015 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún (Norðurtún) samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða endurbætta tillögu að deiliskipulagi sem auglýst var og kynnt í september 2014.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við breytt aðalskipulag fyrir Strandabyggð 2010 – 2022 sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar 7. júlí 2015. Deiliskipulagstillagan nær yfir skilgreind svæði sem merkt eru S11, S12, O4, O5 og V8 samkvæmt hinu breytta aðalskipulagi. Mörk deiliskipulagsins eru Hafnarbraut í suðri, ásinn í vestri, efri mörk íþróttasvæðis og væntanlegt íbúðasvæði í Brandskjólum í norðri og íbúðabyggð við Skólabraut og Vitabraut í austri.
Markmið deiliskipulagsins er að uppfylla kröfur aðalskipulagsins, skilgreina lóðir og nýtingu þeirra. Lóðirnar Jakobínutún 3, 5 og 7, áður Norðurtún 1, 3 og 5, stækka með nýrri skilgreiningu á lóðum og ný lóð, Jakobínutún 1 bætist við.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík og á heimasíðu Strandabyggðar, www.strandabyggd.is frá og með 23. september 2015 til og með 5. nóvember 2015.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 5. nóvember 2015.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is
Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Gísli Gunnlaugsson
skipulags- og byggingarfulltrúi