A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auglýsing um skipulagsmál í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. september 2018

Auglýsing um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 - 2022

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 11. september  2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 – 2022  samkvæmt 2. mgr.  36.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi sem felur ekki í sér stórvægilegar breytingar á landnotkun.  Breytingin felst í því að hluta verslunarreitar V2 er breytt í athafnasvæði, þar sem fyrirhuguð er þjónusta fyrir bifreiðar og báta.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.  Uppdráttur er sýnir breytinguna er til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík og á heimasíðu Strandabyggðar,  www.strandabyggd.is.

 

Hólmavík 14. september 2018.

 

 

Gísli Gunnlaugsson

skipulags- og byggingarfulltrúi

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón