A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auglýst eftir verkefnisstjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða á Ísafirði

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. júní 2016

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða leitar að verkefnisstjóra sem gæti hafið störf sem fyrst á skrifstofu félagsins á Ísafirði.  Um er að ræða 100% starf .


Helstu verkefni

  • Viðskiptaráðgjöf til frumkvöðla, fyrirtækja og sveitarfélaga
  • Verkefnisstýring á fjölbreyttum þróunarverkefnum í ýmsum atvinnugreinum
  • Greining viðskiptatækifæra og gerð viðskiptaáætlana
  • Almenn greiningarvinna um atvinnulíf og atvinnugreinar á Vestfjörðum
  • Miðlun upplýsinga til hagsmunaðila félagsins
  • Vefsíðumál

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Umburðarlyndi fyrir sveigjanlegu starfsumhverfi og fjölbreyttum verkefnum
  • Góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Lausnamiðaður í starfi

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða er fjölskylduvænn vinnustaður og lögð er áhersla að vel starfandi liðsheild. Hjá félaginu starfa 3 verkefnisstjórar sem starfa á skrifstofum félagsins á Hólmavík, Patreksfirði og Ísafirði. Félagið býr yfir víðfeðmri þekkingu og reynslu á fjölbreyttu sviði atvinnuþróunarverkefna. 

Atvest vinnur í krefjandi og síkviku starfsumhverfi þar sem stærstu hagsmunaðilar eru atvinnulíf og sveitarfélög svæðisins.  Markmið Atvest er að vinna að verðmætasköpun í gegnum fjölbreytt atvinnuþróunarverkefni sem styrkja atvinnulíf svæðisins.

Umsókn

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins Neil Shiran Þórisson, shiran@atvest.is.  Sendið umsóknir á tölvupósti á netfangið umsokn@atvest.is . Umsóknum skal fylgja hnitmiðuð starfsferilskrá og kynningarbréf.  Umsóknarfrestur er til og með 20 júní næstkomandi.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón