Auglýst er eftir verkefnastjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða á Hólmavík
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða leitar að verkefnastjóra sem gæti hafið störf sem fyrst á skrifstofu félagsins á Hólmavík. Um er að ræða 100% starf og er ráðningartíminn til loka ágúst 2016. Möguleiki er á framlengingu ráðningarsamningsins fyrir réttan aðila.
Helstu verkefni
- Viðskiptaráðgjöf til frumkvöðla, fyrirtækja og sveitarfélaga
- Verkefnastýring á fjölbreyttum þróunarverkefnum
- Greiningarvinna á svæðisbundnum aðstæðum á Ströndum og Reykhólum
- Bakvinnsla fyrir viðskiptagreiningar og greiningar á tækifærum fyrir alla Vestfirði
- Þátttaka í stærri þróunarverkefnum sem ná yfir Vestfirði
- Önnur almenn nýsköpunar- og þróunarverkefni
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Umburðarlyndi fyrir sveigjanlegu starfsumhverfi og fjölbreyttum verkefnum
- Góð samskiptahæfni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Lausnamiðun í starfi
Atvest er…
Fjölskylduvænn vinnustaður og lögð er áhersla á vel starfandi liðsheild. Hjá félaginu starfa 6 verkefnastjórar sem öll hafa sérhæfða þekkingu og talsverða reynslu í atvinnuþróunarverkefnum.
Atvest vinnur í krefjandi starfsumhverfi þar sem stærstu hagsmunaðilar eru atvinnulíf og sveitarfélög svæðisins. Markmið Atvest er að vinna að verðmætasköpun í gegnum fjölbreytt atvinnuþróunarverkefni sem styrkja atvinnulíf svæðisins.
Umsókn
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins Shiran Þórisson, shiran@atvest.is. Sendið umsóknir á tölvupósti. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní og stefnt er að því að svara umsóknum fyrir lok júní mánaðar.