Aukasýning á Tjaldinu í kvöld
| 21. mars 2013
Bætt hefur verið við aukasýningu á Tjaldinu í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, fimmtudagskvöldið 21. mars. Aukasýningin hefst kl. 21:30, en uppselt er að verða á frumsýningu sem hefst kl. 20:00. Takmarkaður sætafjöldi er í boði á hverja sýningu og því er fólk hvatt til að panta miða tímanlega í s. 894-1941 eða 776-6885. Tjaldið er nýtt leikrit eftir Hallgrím Helgason sem sett er upp í tengslum við Þjóðleik, samstarfsverkefni landsbyggðarleikhópa og Þjóðleikhússins. Verkið fjallar um nauðgun á útihátíð og þá atburðarás sem fer af stað í kjölfarið innan vinahóps sem er staddur á hátíðinni.