Aukið öryggi á Innstrandavegi
| 29. október 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Það er gleðiefni að geta sagt frá því að nú er í gangi vinna við löngu tímabærar og þarfar úrbætur í öryggismálum á Innstrandavegi, þjóðvegi 68.
Vestfjarðaleiðin. Það er mikilvægt að hafa í huga að Innstrandavegur er hluti af Vestfjarðaleiðinni. Eins og segir á heimasíðu Vestfjarðastofu: "Ferðaþjónustan á Vestfjörðum hefur talað fyrir því að Vestfjarðahringurinn sem verður til við gerð Dýrafjarðarganga og veg yfir Dynjandisheiði verði skilgreindur sem ferðamannaleið. Ferðamannaleiðin hefur fengið nafnið Vestfjarðaleiðin og er með henni verið að skapa nýtt aðdráttarafl fyrir Vestfirði og Ísland sem byggir á upplifun og afþreyingu".
Fögnum þessum úrbótum en höldum baráttunni áfram, svo lengi sem þess þarf.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri í Strandabyggð
Það er gleðiefni að geta sagt frá því að nú er í gangi vinna við löngu tímabærar og þarfar úrbætur í öryggismálum á Innstrandavegi, þjóðvegi 68.
- Vegrið í Kollafirði. Það hefur lengi verið kallað eftir auknu öryggi á veginum í Kollafirði, þar sem m.a. hefur ekki verið vegrið. Nú er vinna við það verk hafin og þegar kominn talsverður kafli með vegriði. Við væntum þess að verkið verði klárað á næsta ári, en gleðjumst umfram allt yfir því að það sé loksins hafið. Gleymum því ekki að þessi vegur er hluti af atvinnusóknarsvæði Strandabyggðar og að auki fara skólabörn þarna um daglega, þessa dagana
- Lagfæring á vegi í Kollafirði. Þeir sem keyra Kollafjörðinn (norðanmegin) þekkja vel, að þar hefur vegurinn sigið mikið frá því hann var lagður. Nú er unnið að mælingum og undirbúningi aðgerða sem miða að því að hækka veginn og koma í veg fyrr frekara sig
- Ljós og auknar merkingar á brú og blindhæð við Hrófá. Það hefur lengi verið rætt um þá hættu sem felst í því, að sé komið sunnan að sést ekki einbreið brú sem tekur við strax eftir blindæðina. Þarna hafa ekki verið blikkandi ljós né merkingar, sem hefur skapað mikla hættu, enda hafa þarna orðið alvarleg slys og banaslys, síðast sumarið 2019. Nú er komið blikkandi ljós og auknar merkningar og við reiknum með að lokaframkvæmdin verði síðan að lækka hæðina og skapa þannig beina sjónlínu í brúna
- Umferðartalning. Þjónustustig ákvarðast af umferð og umfang umferðar byggir á talningum. Við höfum lengi gert athugasemd við þá staðreynd, að þjónustustig á vegkaflanum frá Kollafirði að Hólmavík, byggir að miklu leyti til á teljara uppi á Ennishálsi. Ljóst er að atvinnusóknarsvæðið og skólabarnaumferðin nær ekki þangað og því er sú talning lítt marktæk til að ákvarða þjónstu frá Kollafirði inn að Hólmavík. Nú er búið að setja upp fleiri teljara á þessari leið sem vonandi leiða til endurmats á forsendum þjónustustigs.
Vestfjarðaleiðin. Það er mikilvægt að hafa í huga að Innstrandavegur er hluti af Vestfjarðaleiðinni. Eins og segir á heimasíðu Vestfjarðastofu: "Ferðaþjónustan á Vestfjörðum hefur talað fyrir því að Vestfjarðahringurinn sem verður til við gerð Dýrafjarðarganga og veg yfir Dynjandisheiði verði skilgreindur sem ferðamannaleið. Ferðamannaleiðin hefur fengið nafnið Vestfjarðaleiðin og er með henni verið að skapa nýtt aðdráttarafl fyrir Vestfirði og Ísland sem byggir á upplifun og afþreyingu".
Fögnum þessum úrbótum en höldum baráttunni áfram, svo lengi sem þess þarf.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri í Strandabyggð