Barnakór Hólmavíkurkirkju syngur með Regínu Ósk
| 13. desember 2011
Í kvöld munu ungir söngfuglar í Strandabyggð láta til sín taka, en þá tekur barna- og unglingakór Hólmavíkurkirkju þátt í jóla- og fjölskyldutónleikum Regínu Óskar Óskarsdóttur. Stífar æfingar hafa staðið yfir undanfarið og öruggt má telja að íbúar í Strandabyggð verði ekki sviknir af framlagi okkar fólks í kvöld. Tónleikarnir fara fram í Hólmavíkurkirkju og hefjast kl. 20:00, en auk Strandamannanna ungu munu þau Haraldur Vignir spila á píanó og hljómborð, Matthías Stefánsson á gítar og fiðlu auk þess sem eiginmaður og dóttir Regínu koma fram.
Hægt er að nálgast miða á sölusíðunni www.midi.is og við innganginn, en miðaverð er kr. 2.900.- fyrir fullorðna, kr. 1.000.- fyrir 6-12 ára og ókeypis fyrir yngri en 6 ára. Stjórnandi barna- og unglingakórs Hólmavíkurkirkju er sr. Sigríður Óladóttir, en kórinn skipa ungmenni í 5.-10. bekk grunnskólans.
Hægt er að nálgast miða á sölusíðunni www.midi.is og við innganginn, en miðaverð er kr. 2.900.- fyrir fullorðna, kr. 1.000.- fyrir 6-12 ára og ókeypis fyrir yngri en 6 ára. Stjórnandi barna- og unglingakórs Hólmavíkurkirkju er sr. Sigríður Óladóttir, en kórinn skipa ungmenni í 5.-10. bekk grunnskólans.