A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bleikur vefur Strandabyggðar

| 12. október 2012
Bleika slaufan í ár er hönnuð og smíðuð af SIGN
Bleika slaufan í ár er hönnuð og smíðuð af SIGN
Í dag er bleiki dagurinn, en þá eru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku eða hafa litinn í öndvegi. Í tilefni af þessum fallega degi hefur vefsíða Strandabyggðar verið lituð fagurbleik og verður þannig út október. Tilgangur bleika dagsins er að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum, en í október ár hvert leggur Krabbameinsfélagið áherslu á þessa baráttu með því að selja Bleiku slaufuna um allt land.

Fræðast má nánar um Bleiku slaufuna með því að smella hér. Árlegur meðalfjöldi krabbameina hjá íslenskum konum er um 660, þar af greinast um 190 krabbamein í brjóstum.

Strandabyggð hvetur íbúa sveitarfélagsins - og landsmenn alla - til að sameinast í baráttunni, kaupa Bleiku slaufuna og hafa bleika litinn í fyrirrúmi í október.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón