Borgarafundur - Fólk í fyrirrúmi
Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. september 2017
Fjórðungssamband Vestfirðinga sendur fyrir borgarafundi í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði sunnudaginn 24.september. Til umræðu verða mál sem hafa verið brennidepli á Vestfjörðum síðustu ár.
Þrír ráðherrar hafa boðað komu sína; Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðmála, iðnaðar og nýsköpunar. Fundarstjóri verður Heimir Már Pétursson fréttamaður.