A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breyting á nefndarfyrirkomulagi í Strandabyggð

| 27. október 2011
Mynd IV.
Mynd IV.
Nýtt nefndarfyrirkomulag var samþykkt í sveitarstjórn Strandabyggðar 25. október 2011. Með breytingunni er lögð áhersla á að efla skilvirkni, upplýsingaflæði og dreifa ábyrgð, auk þess sem breytingin hefur hagræðingu í för með sér. Í stað 7 nefnda verða 5 svið og 5 undirnefndir: Athafnasvið - Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, Menntasvið - Fræðslunefnd, Tómstundasvið - Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, Umhverfis- og skipulagssvið - Umhverfis- og skipulagsnefnd, Velferðarsvið og Velferðarnefnd. Hver sveitarstjórnarfulltrúi mun leiða sitt svið. 

Samþykkt var að færa jafnréttismál úr Atvinnumála- og hafnarnefnd og óska eftir að þau fari inn í sameiginlega Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps þar sem mynduð yrði heildræn jafnréttisstefna fyrir svæðið. Þá munu byggingarmál færast frá Byggingarnefnd til byggingarfulltrúa eins og önnur sveitarfélög hafa tekið upp í kjölfar nýrra mannvirkjalaga.

Landbúnaðar og dreifbýlisnefnd bókaði hörð mótmæli gegn sameiningu Lanbúnaðar- og dreifbýlisnefndar og Atvinnumála- og hafnarnefndar og hefur áhyggjur af vægi landbúnaðar og dreifbýlis í nýrri nefnd. Aðrar nefndir sem fjallað hafa um nefndarbreytinguna hafa lýst stuðningi við nýtt fyrirkomulag. Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur áherslu á að engir málaflokkar verði útundan við þessa breytingu og að það verði tryggt í erindisbréfum nefnda.

Ákveðið er að skipað verði í nýjar nefndir á næsta sveitarstjórnarfundi og núverandi nefndir starfi fram að þeim tíma. Tillögu um breytingu á samþykktum um stjórn og fundasköp er frestað til næsta fundar og verður yfirfarin með tilliti til nýrra sveitarstjórnarlaga.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón