A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Covid-19 - Almannavarnarnefnd

| 25. mars 2020

Strandabyggð, Kaldrananeshreppur og Árneshreppur tóku ákvörðun um það fyrir nokkrum árum að sameina almannavarnarnefndir sveitarfélaganna í eina almannavarnaefnd.  Rætt hefur verið um að bæta almannavarnarnefnd Reykhóla við þessa sameiginlegu nefnd og er vilji fyrir því.  Sem betur fer er sjaldgæft að þessar nefndir séu virkjaðar, en þær þurfa engu að síður að vera til.

 

Samkvæmt lögum um almannavarnir nr. 82/2008, eu hlutverk þeirra eftirfarandi, samkvæmt gr.10:

  • Almannavarnanefndir móta stefnu og skipuleggja starf sitt að almannavörnum í héraði í samræmi við lög þessi.
  • Í umdæmum sínum vinna almannavarnanefndir að gerð hættumats og viðbragðsáætlana, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, sbr. 16. gr.
  • Almannavarnanefndir skulu endurskoða hættumat og framkvæma prófanir á viðbragðsáætlunum í samvinnu við ríkislögreglustjóra.

 

Í lögunum segir einnig um aðgerða- og vettvangsstjórn í héraði:

  • 11. gr. Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Hann situr í aðgerðastjórn ásamt fulltrúa almannavarnanefndar, fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fulltrúa Rauða kross Íslands, hlutaðeigandi viðbragðsaðila, sbr. viðbragðsáætlun, svo og öðrum hlutaðeigandi aðilum sem tengjast aðgerðum hverju sinni. Aðgerðastjórn starfar í samvinnu við samhæfingar- og stjórnstöð. Í stjórn aðgerða felst m.a. skipulag björgunar- og hjálparstarfa vegna hættu eða tjóns sem getur eða hefur skapast og að stýra neyðaraðgerðum í samvinnu við samhæfingar- og stjórnstöð, sbr. 12. gr.
  • 12. gr. Lögreglustjóri tilnefnir vettvangsstjóra er fari með stjórn og samhæfingu á vettvangi.

 

Almannavarnarnefndin hefur bakland sitt í Aðgerðarstjórn á Ísafirði.

 

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu er mikilvægt að tilvist þessarar nefndar sé skýr og að hún sé tilbúin til starfa ef þörf krefur.  Fulltrúi Strandabyggðar í nefndinni er Jón Gísli Jónsson, oddviti Strandabyggðar.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón