Covid - 19 - starfsemi skólanna - árétting.
| 06. október 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Í nýlegum pistli mínum um Covid - 19 og viðbrögð við aukinni útbreiðslu, nefndi ég að starfsemi skólanna væri með óbreyttu sniði. Það er ekki alls kostar rétt og er mér því ljúft og skylt að leiðrétta það. Í gildi eru nefnilega eftirfarandi takmarkanir:
"Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Aðrir en starfsmenn og foreldrar sem koma inn í grunnskóla, svo sem vegna vöruflutninga, skulu gæta að 1 metra nálægðartakmörkun."
Foreldrar hafa fengið sendar upplýsingar um stöðu mála og síðan hvet ég alla til að fylgjast með á heimasíðum skólanna og sveitarfélagsins.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar