A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

DAGSKRÁIN Á VETRARSÓL Á STRÖNDUM 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 26. janúar 2022


Nú eru dimmustu vikur vetrarins að baki og við erum farin að sjá sólina rísa og finnum vel fyrir því hversu gott birtan gerir okkur. Og þrátt fyrir kófið sem enn herjar á heimsbyggðina, ætlum við að gera okkar besta og fagna rísandi sólu og vaxandi ljósi með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi helgina 28.-30. janúar.
Sólargengið er búið að setja saman dagskrá fyrir hæglætishátíðina Vetrarsól á Ströndum. Linkar fyrir streymi og viðburði sem margir verða í netheimum koma inn síðar á facebooksíðunni Vetrarsól á Ströndum. Hátíðin er haldin af Arnkötlu – lista- og menningafélagi með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, sem við þökkum kærlega fyrir

SPORT, LEIKIR og ÚTIVIST:
Sundlaugin á Hólmavík er opin 9-16 á föstudag og 14-18 laugardag og sunnudag.

Útibingó fyrir alla fjölskylduna verður í gangi um Vetrarsólarhelgina. Bingóspjald verður sett á vefinn og þau sem vilja taka þátt prenta það sjálf út. Síðan er ráð að rölta um þorpið með börnunum, spila bingóið og finna allt sem er á spjaldinu. Náttúrubarnaskólinn og Þjóðfræðistofa útbúa leikinn.

Augnablikið – ljósmyndaklúbbur Arnkötlu stendur fyrir skemmtilegum ljósmyndaleik um Vetrarsólarhelgina. Öll sem vilja taka þátt reyna að ná mynd sem fellur undir þemað LÍFSGLEÐI og deila henni á fésbókarsíðu Augnabliksins með myllumerkin #lífsgleði og #vetrarsól.

VEITINGAR og TILBOÐ:
Galdrasýning á Ströndum er opin kl. 12-18 föstudag og kl. 13-18 laugardag og sunnudag. Tilboð á Tikkamasala á Kaffi Galdri í tilefni af Vetrarsólinni.

Café Riis verður opið um helgina í tilefni af Vetrarsólinni, 12-22 föstudag, 17-22 laugardag og 14-22 sunnudag. Pizzur og kaldur á krana alla helgina, tilboð á Vetrarsólarpizzunni, handboltaleikir sýndir í pakkhúsinu og gellukvöld á laugardaginn (gellur og lambafille).

Sauðfjársetrið verður opið 14-17 á laugardeginum og boðið upp á vöfflur og kaffi.

Grillið í Krambúðinni er opið föstudag og sunnudag.

FIMMTUDAGUR 27. JAN.
Kl. 17-21
Hólmavíkurmyndir. Ljósmyndasýning, úr myndasafni Karls E. Loftssonar og fleiri. Útisýning, í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Á vegum Þjóðfræðistofu og Sauðfjársetursins.

FÖSTUDAGURINN 28. JAN.
Kl. 12-18
Opið á Galdrasýningunni og Kaffi Galdri, tilboð á Tikkamasala.

Kl. 12-22
Opið á Café Riis, pizzur og kaldur, tilboð á Vetrarsólarpizzu, handbolti í pakkhúsinu.

Kl. 13-21
Hólmavíkurmyndir. Ljósmyndasýning, úr myndasafni Karls E. Loftssonar og fleiri. Útisýning, í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Á vegum Þjóðfræðistofu og Sauðfjársetursins.

Kl. 14:30, 17 og 19:30
Handbolti á EM í Búdapest og pakkhúsinu á Café Riis. Leikið um 5. sætið og svo koma undanúrslitaleikirnir tveir.

Kl. 21
Svavar Knútur mætir á Strandir og verður með tónleika í streymi.

LAUGARDAGURINN 29. JAN.
Kl. 12-18
Opið á Galdrasýningunni og Kaffi Galdri, tilboð á Tikkamasala.

Kl. 13.
Námskeið um streymi og útsendingu viðburða. Haldið í Hnyðju, Svavar Knútur kennir heimamönnum kúnstirnar. Þau sem vilja taka þátt eru beðin að skrá sig hjá Jóni Jónssyni.

Kl. 13-21
Gamlar myndir frá Hólmavík. Úr myndasafni Karls E. Loftssonar og fleiri. Útisýning, í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Á vegum Þjóðfræðistofu og Sauðfjársetursins.

Kl. 14-17
Vöfflur og kaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Síðasta tækifæri til að sjá sýninguna Svipmyndir úr sveitinni: Úr myndaalbúmi Rósu Jónídu á Kirkjubóli, áður en henni verður skipt út fyrir aðra ljósmyndasýningu. Bent er á að gaman er að rölta frá Sævangi og skoða útisýninguna og listaverkin við göngustíginn Sjávarslóð (t.d. ef gæta þarf að fjöldatakmörkum).

Kl. 17-22
Gellukvöld á Café Riis (gellur og lambafille á matseðlinum, einnig pizzur).

Kl. 20
Kvöldvaka á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Miðlað í streymi (ekki gert ráð fyrir gestum).

Kl. 22
Fjarsvar, spurningakeppni á Zoom. Forritið Kahoot er notað fyrir svarmöguleikana. Gott er að hafa eitt tæki til að fylgjast með keppninni (t.d. tölvu) og annað (t.d. síma) til að svara. Galdrasýning á Ströndum stendur fyrir keppninni, um spurningarnar sjá vinningshafar frá síðasta kvissi á hátíðinni Bókavík.

SUNNUDAGURINN 30. JAN.
Kl. 12
Sögurölt um Hólmavík, gengið frá Þróunarsetrinu. Gönguklúbburinn Gunna fótalausa stendur fyrir röltinu.

Kl. 13-18
Opið á Galdrasýningunni og Kaffi Galdri, tilboð á Tikkamasala.

Kl. 13-21
Gamlar myndir frá Hólmavík. Úr myndasafni Karls E. Loftssonar og fleiri. Útisýning, í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Á vegum Sauðfjárseturs og Þjóðfræðistofu.

Kl. 14-22
Opið á Café Riis, pizzur og kaldur, tilboð á Vetrarsólarpizzu, handbolti í pakkhúsinu.

Kl. 14:30
Leikið um 3. sætið á HM í handbolta í Búdapest og í pakkhúsinu á Café Riis.

Kl. 17
Leikið til úrslita á EM í handbolta í Búdapest og í pakkhúsinu á Café Riis.

Fleira verður ekki á dagskránni. Verbúðarstemmning á sunnudagskvöldið og bridgekvöld hjá Bridgefélagi Hólmavíkur, allt í takt við sóttvarnareglur. Vetrarsólargengið þakkar fyrir sig!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón