A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dagskrá Hamingjudaga liggur ljós fyrir!

| 27. júní 2011
Hamingjudagar nálgast óðfluga - ljósm. Kristín Einarsdóttir
Hamingjudagar nálgast óðfluga - ljósm. Kristín Einarsdóttir
Dagskrá Hamingjudaga liggur nú fyrir á vef hátíðarinnar www.hamingjudagar.is, en auk þess var dagskrárbæklingur sendur út með landpóstinum í dag og ætti því að vera komin í hvert hús á Ströndum og nágrannasveitarfélögum á morgun, þriðjudag. Dagskráin er afskaplega viðamikil og hentar fyrir alla fjölskylduna, en meðal þess fjölmarga sem er í boði má nefna tónleika með Pollapönki og Svavari Knúti, hamingjusmiðju Ásdísar Olsen, listverkasýningar ýmissa listamanna, trommuhring Karls Ágústs Úlfssonar, frumsýningu á einleiknum Skjaldbakan, dansleik með Geirmundi Valtýssyni, námskeið í hláturjóga, Hnallþóruhlaðborð og Hamingjuhlaupið sem nú er hlaupið í þriðja skipti.

Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar með því að smella hér.

Fólk er hvatt til að skoða dagskrána vel og vandlega og mæta á Hamingjudaga með gleði og hamingju í farteskinu! Til hamingju!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón