A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dagskráin á hátíðinni Vetrarsól

| 16. janúar 2020


Hátíðin Vetrarsól á Ströndum verður haldin í annað sinn um helgina 17.-19. janúar. Mikið er um að vera á hátíðinni, farið verður í pöbbarölt á Hólmavík í fyrsta skipti, opnuð verður sögusýning, boðið upp á námskeið, tónleika, gönguferðir, jóga og notalegar samverustundir. Það eru vinir Stranda sem halda hátíðina í samvinnu við heimafólk. Hér að neðan fylgir dagskrá hátíðinnar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

17. janúar – Pöbbarölt, Skemmtilegt er myrkrið! og pubquis á Hólmavík.
-> Mæting kl. 19:30 í Hnyðju þar sem opnuð verður sýningin Skemmtilegt er myrkrið! sem Rannsóknasetur HÍ á Ströndum stendur fyrir. Þaðan verður svo rölt á milli kráa á Hólmavík og stoppað á Gistiheimili Hólmavíkur, Café Riis og Restaurant Galdri. Spennandi drykkir og skemmtiatriði og uppákomur á hverjum stað, endað á stuttu Pubquis á Galdrasýningunni.

18. janúar - Söngnámskeið
kl. 10:00-12:00 í Tónskóla Hólmavíkur.
-> Kennari og skráning hjá Jóhönnu Ósk Valsdóttur, johannaoskv@gmail.com.

18. janúar - Sólarhyllingar
- 12:00-13:00 – Opinn jógatími í Hvatastöðinni á Hólmavík. Esther Ösp kíkir úr fæðingarorlofinu og leiðir tímann.

18. janúar - ,,Bábiljur og bögur í baðstofunni"
kl. 14:00-15:30 í Sævangi.
-> Notaleg samvera fyrir alla fjölskylduna á Sauðfjársetrinu, vöfflur, kaffi og velkomið að hafa handvinnu með. Stemmur af Ströndum, sagnamaðurinn Dagrún Ósk mætir, samsöngur, krakkar kveða, Ása Ketils fer með þulur, Jóhanna Ósk og Bragi Vals syngja 5undasöngva.

18. janúar – Tónleikar – Svavar Knútur og strengjahetjurnar
kl. 20:00 í Hólmavíkurkirkju.
-> Svavar Knútur ásamt strengjatríói, Kristínu Lárusdóttir sellóleikara, Jóhönnu Ósk Valsdóttir víóluleikara og Írisi Dögg Gísladóttir fiðluleikara.

19. janúar - Söguganga og galdrasúpa.
-11:00 – Söguganga á Hólmavík, Jón Jónsson þjóðfræðingur sér um leiðsögnina á rölti inn að Háaklifi eða Rostungakletti ef veður leyfir. Mæting kl. 10:50 við Galdrasýninguna eða í Hnyðju - Þróunarsetrinu á Hólmavík.
-12.00 – Súputilboð fyrir göngugarpa og aðra sem áhuga hafa á Restaurant Galdri.

19. janúar - Forfeðranna minnst.
Kl. 13:00 – Stutt friðarstund í kirkjugarðinum á Hólmavík. Kveikt á kertum og sungið.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón