Dagur íslenskrar náttúru
| 13. september 2013
Mánudaginn 16. september verður Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur á afmælisdegi Ómars Ragnarssonar. Í tilefni dagsins ætla Jón Alfreðsson og Heiða Ragga að leiða náttúruunnendur á Ströndum í hádegisgöngu. Gengið verður um nýja stíginn sem sjálfsboðaliðahópur SEEDS lagði frá Litlu Hellu að Kálfaneslæk nú í sumar og segja þessir fróðu Hólmvíkingar okkur frá staðháttum.
Öllum sem vilja fagna íslenskri náttúru á þessum degi er boðið að hittast fyrir utan Sparisjóð Strandamanna, Hafnabraut 19, í hádeginu á mánudaginn og eru stofnanir og fyrirtæki á svæðinu hvött til að fjölmenna. Lagt verður af stað í gönguna kl. 12:15
Öllum sem vilja fagna íslenskri náttúru á þessum degi er boðið að hittast fyrir utan Sparisjóð Strandamanna, Hafnabraut 19, í hádeginu á mánudaginn og eru stofnanir og fyrirtæki á svæðinu hvött til að fjölmenna. Lagt verður af stað í gönguna kl. 12:15