Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur á Lækjarbrekku
| 16. febrúar 2012
Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur á leikskólanum Lækjarbrekku 6. febrúar s.l. eins og á flestum leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Fjölmargir lögðu leið sína í leikskólann Lækjarbrekku og fengu innsýn inn í fjölbreytt starf skólans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri afhenti Ingibjörgu Valgeirsdóttur sveitarstjóra plakat sem félag leikskólakennara gaf út í tilefni dagsins en þetta var í fimmta sinn sem Dagur leikskólans er haldinn á Íslandi.
Fjölmargir lögðu leið sína í leikskólann Lækjarbrekku og fengu innsýn inn í fjölbreytt starf skólans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri afhenti Ingibjörgu Valgeirsdóttur sveitarstjóra plakat sem félag leikskólakennara gaf út í tilefni dagsins en þetta var í fimmta sinn sem Dagur leikskólans er haldinn á Íslandi.