Dansað í Strandabyggð
| 02. mars 2012
Vikan 5.-9. mars verður sannkölluð dansvika hér í Strandabyggð. Grunnskólinn á Hólmavík hefur fengið Jón Pétur Úlfljótsson frá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru til samstarfs eins og í fyrra og munu grunnskólanemar hafa kost á að sækja dansnámskeið í Íþróttamiðstöðinni frá mánudegi til föstudags eins og hér segir: Kl. 13:10-14:00 (7.-10. bekkur), kl. 14:10-15:00 (1.-3. bekkur) og kl. 15:10-16:00 (4.-6. bekkur). Námskeiðin enda með danssýningu á föstudeginum. Verð er 4.200 kr. á nemanda (5 skipti) en 3.700 kr. fyrir systkini.
Dansnámskeið fyrir 16 ára og eldri verður haldið í Bragganum í samstarfi við tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Þar verður dansað frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 20:00-21:00. Athugið að hægt er að mæta á einstök kvöld eða öll kvöldin og kostar námskeiðið í heild 5.200 kr. eða hvert kvöld 1.300 kr. Námskeið Jóns Péturs sló í gegn í fyrra og því eru allir hvattir til koma og taka þátt í dansinum þar sem allir fá viðfangsefni við hæfi og getu hvers og eins. Nánari upplýsingar veitir Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi í s. 8941-941 og tomstundafulltrui@strandabyggd.is.
Dansnámskeið fyrir 16 ára og eldri verður haldið í Bragganum í samstarfi við tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Þar verður dansað frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 20:00-21:00. Athugið að hægt er að mæta á einstök kvöld eða öll kvöldin og kostar námskeiðið í heild 5.200 kr. eða hvert kvöld 1.300 kr. Námskeið Jóns Péturs sló í gegn í fyrra og því eru allir hvattir til koma og taka þátt í dansinum þar sem allir fá viðfangsefni við hæfi og getu hvers og eins. Nánari upplýsingar veitir Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi í s. 8941-941 og tomstundafulltrui@strandabyggd.is.