Dreifnámshús leigt til menningarverkefna
Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. apríl 2016
Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að nýta húsnæði dreifnámsdeildar FNV í sumar til útleigu fyrir menningarstarfsemi. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort þetta verði gert framvegis eða eingöngu horft til komandi sumars til reynslu.
Tilgangur er að auka menningarlíf sveitarfélagsins með því að fá starfandi listamenn/listhópa eða aðra sem vinna að menningartendum málum, til að dvelja í húsnæðinu gjaldfrjálst og standa í staðinn fyrir einhverskonar dagskrá eða viðburði í sveitarfélaginu.
Auglýst verður eftir umsóknum frá 18. apríl – 4. maí og mun TÍM nefndin fara yfir umsóknir á fundi í maí og ákveða úthlutun. Umsóknir skulu vera á umsóknareyðublaði sem finna má hér.