Dúkkulísa frumsýning á föstudag
Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. febrúar 2019
Undanfarnar vikur hefur leiklistarval Grunnskólans í samstarfi við Þjóðleik verið að æfa leikritið Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, leikkonu,leikskáld og baráttukonu. Leikverkið var skrifað sérstaklega fyrir Þjóðleik sem er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ungra leikhópa víða um land en verkefnið fagnar einmitt tíu ára afmæli um þessar mundir.
Dúkkulísa er dramatískt verk sem fjallar um unglinga sem eru á leið á ball en fjölskylduaðstæður, ástarmál og ýmislegt fleira flækir málið, svo mjög að feiri en einn mögulegur endir eru á sýningunni.
Leikendur eru Brynhildur Sverrisdóttir, Díana Jórunn Pálsdóttir, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir.
Leikstjóri er Esther Ösp Valdimarsdóttir
Sýnt verður baksviðs í Félagsheimilinu á Hólmavík 22. febrúar kl. 19, 24. febrúar kl. 15 og 26. febrúar kl. 19. Miðaverð er 2000 krónur, sýningin tekur um klukkustund í flutningi og á henni er ekkert hlé. Enginn posi verður á staðnum en hægt er að millifæra fyrir miðaverði.