Einar Hákonarson hlýtur Menningarverðlaun Strandabyggðar 2012
| 05. júlí 2012
Á Hamingjudögum afhenti listamaðurinn Einar Hákonarson sveitarfélaginu Strandabyggð listaverk sem hefur hlotið nafnið Seiður. Unnið hafði verið að uppsetningu verksins undanfarnar vikur, en það setur sérstaklega mikinn svip á Hólmavíkurkauptún.
Ingibjörg Valgeirsdóttir veitti listaverkinu viðtöku fyrir hönd Strandabyggðar og skýrði frá því við sama tækifæri að Einar hefði hlotið Menningarverðlaun Strandabyggðar árið 2012, en tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar tók ákvörðun um verðlaunin sem nú voru veitt í þriðja sinn. Við óskum Einari innilega til hamingju með verðlaunin og Strandamönnum öllum til hamingju með hið glæsilega og seiðandi listaverk.
Ingibjörg Valgeirsdóttir veitti listaverkinu viðtöku fyrir hönd Strandabyggðar og skýrði frá því við sama tækifæri að Einar hefði hlotið Menningarverðlaun Strandabyggðar árið 2012, en tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar tók ákvörðun um verðlaunin sem nú voru veitt í þriðja sinn. Við óskum Einari innilega til hamingju með verðlaunin og Strandamönnum öllum til hamingju með hið glæsilega og seiðandi listaverk.