Erindakerfi tekið í notkun í Strandabyggð
| 11. janúar 2011
Sveitarfélagið Strandabyggð tekur nú í janúar í notkun erindakerfið One Systems. Með kerfinu er á markvissan hátt unnt að halda utan um öll þau fjölmörgu erindi sem berast til sveitarfélagsins, afgreiðslu þeirra og vinnslu. Kerfið auðveldar og sparar tíma við undirbúning og eftirvinnslu funda og heldur utan um þjónustu og verkbókhald í nýrri félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Þá hjálpar kerfið sveitarfélaginu að uppfylla ýtrustu kröfur um upplýsinga- og gagnaöryggi. Með innleiðingu á kerfinu er horft til reynslu fjölmargra sveitarfélaga sem nota One Systems, m.a. nágrannasveitarfélaganna Súðavíkurhrepps og Reykhólahrepps.
Í byrjun árs voru helstu tölvukerfi sveitarfélagsins Strandabyggðar færð frá skrifstofu sveitarfélagsins til hýsingar hjá fyrirtækinu Tölvumiðlun. Með þessum hætti er unnt að tryggja öryggi mikilvægra gagna og spara endurnýjun á dýrum tölvubúnaði á skrifstofu Strandabyggðar. Þá auðveldar hýsingin aðgengi starfsmanna sveitarfélagsins að ákveðnum kerfum sem felur í sér vinnusparnað. Með færslu á hýsingu opnast einnig möguleikar á frekari breytingum og hagræðingu í tölvumálum sveitarfélagsins í framtíðinni.
Í byrjun árs voru helstu tölvukerfi sveitarfélagsins Strandabyggðar færð frá skrifstofu sveitarfélagsins til hýsingar hjá fyrirtækinu Tölvumiðlun. Með þessum hætti er unnt að tryggja öryggi mikilvægra gagna og spara endurnýjun á dýrum tölvubúnaði á skrifstofu Strandabyggðar. Þá auðveldar hýsingin aðgengi starfsmanna sveitarfélagsins að ákveðnum kerfum sem felur í sér vinnusparnað. Með færslu á hýsingu opnast einnig möguleikar á frekari breytingum og hagræðingu í tölvumálum sveitarfélagsins í framtíðinni.