Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, heimavinnu, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Ekki skemmir fyrir að sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur ríka áherslu á fjölskylduvænt umhverfi og heimavinnu. Þannig að ef þetta heillar þig og ef þú ert snillingur þá viljum við heyra í þér.
Staða sérfræðings á hag- og upplýsingasviði, nánari upplýsingar hér.
Staða sérfræðings á kjarasviði, nánari upplýsingar hér.
Starfsaðstaða
Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.
Í Strandabyggð eru lausar skrifstofur í Þróunarsetri fyrir störf án staðsetningar.