FRÉTT UPPFÆRÐ - Óhlutbundnar kosningar verða í Strandabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum
Óhlutbundnar kosningar verða í Strandabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum
Engir framboðslistar bárust kjörstjórn Strandabyggðar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí næstkomandi og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör).
Allir kjósendur eru þá í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. Innan skamms mun kjörstjórn auglýsa nöfn þeirra sem skorast hafa undan endurkjöri. Öllum öðrum sem eru kjörgengir, heilir og hraustir og yngri en 65 ára, er skylt að taka kjöri í sveitarstjórn við óbundna kosningu.
Uppfært 7.5 2018
Tveir fyrrum sveitarstjórnarmenn skorast undan endurkjöri:
Jóhann Lárus Jónsson, Vesturtúni 4
Birna Richardsdóttir, Vesturtúni 1
Kjörstjórn Strandabyggðar
Gagnlegir vefslóðar:
Lög um kosningar til sveitarstjórna - http://www.althingi.is/lagas/137/1998005.html
Kosningarvefur Stjórnarráðs Íslands - https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2018/