Félagsmiðstöðin Ozon auglýsir eftir frístundaleiðbeinanda
Ozon youth center is looking for youth workers - please be in touch if you are interested.
Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna og unglinga í gengum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva er börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára.
Frístundaleiðbeinandi vinnur faglegt starf með börnum og unglingum og skipuleggur hópastarf og verkefni tengdum menningar-, félags- og forvarnarstarfi félagsmiðstöðvarinnar. Starfað er í anda lýðræðis á starfsstaðnum og markvisst er unnið að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu.
- Skipulag og umsjón með hópum, verkefnum og viðburðum í menningar-, félags- og tómstundastarfi barna og ungmenna í samráði við tómstundafulltrúa.
- Leiðbeinir börnum í faglegu frístundastarfi sem mætir þeirra þörfum hverju sinni.
- Vinnur í anda lýðræðis og eykur sjálfstæði, ábyrgð og virkni barna og ungmenna markvisst í starfinu.
- Vinnur samkvæmt 1. og 2. stigs forvörnum í öllu starfi félagsmiðstöðvarinnar.
- Sinnir öðrum þeim verkefnum sem honum eru falin og falla undir starfssviðið.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af vinnu með börnum og ungmennum er æskileg.
- Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki.
- Áhugi á starfi með börnum og unglingum og framúrskarandi samskiptahæfni.
- Metnaður í starfi og hæfni til að vinna í hóp
- Sjálfstæði, frumkvæði, metnaður og skipulögð vinnubrögð
- Hreint sakavottorð
Um er að ræða 10-20% hlutastarf síðdegis eða á kvöldin. Starfið hentar vel sem aukavinna með námi eða öðru starfi. Umsækjandi þarf að geta byrjað sem fyrst.
Umsóknarfrestur til miðnættis 10. janúar og skal umsóknum skilað á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is ásamt ferilskrá
Nánari upplýsingar gefur Tómstundafulltrúi í síma 895-5509