Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær
Heiðrún Harðardóttir | 13. júní 2024
Bókin Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær er gjöf til landsmanna frá forsætisráðuneytinu og Forlaginu í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands.
Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru þýðingar m.a. á ensku og pólsku.
Hægt er að nálgast eintak af bókinni á skrifstofu Strandabyggðar og í íþróttamiðstöð Strandabyggðar.
Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru þýðingar m.a. á ensku og pólsku.
Hægt er að nálgast eintak af bókinni á skrifstofu Strandabyggðar og í íþróttamiðstöð Strandabyggðar.